Strandapósturinn - 01.06.1988, Qupperneq 88
við hlustir og vildi ekki missi af einu orði. Tvær frásagnir festust
mér í minni. Var sú fyrri efnislega á þessa leið, er ég færi hana í
letur eftir nærfellt hálfa öld:
Kossabindindi í Kirkjubólshreppi
Isleifur hefur orðið: „Eg beitti mér eitt sinn fyrir því að stofnað
var kossabindindi í sveitinni. Það kom reyndar ekki til af góðu.
Astandið í kossamálunum var reyndar orðið óþolandi. En þarna
kemur mamma þín, hún Matthildur Benediktsdóttir húsfreyjan á
Smáhömrum mest við sögu,“ sagði Isleifur um leið og hann leit
kankvíslega til pabba. Síðan hélt hann áfram. „Svoleiðis var, að ég
varð eitt sinn vitni að atburðum, sem knúðu mig til að heíjast
handa. Smáhamraheimilið var þekkt fyrir rausn og myndarskap.
Þar var stærsta verstöðin og meiri umsvif og tíðari gestakomur en
á öðrum bæjum í Tungusveit. Húsráðendur, þau Björn Hall-
dórsson og Matthildur voru bæði gestrisin og tóku aðkomumönn-
um með opnum örrnum. Einkum voru þetta sjómenn, sem komu
oft þreyttir, kaldir og svangir að landi úr fiskiróðri, en stundum
var líka um að ræða fólk í kaupstaðarferðum eða á lengri eða
skemmri leiðum. Flestir karlarnir voru skeggjaðir og notuðu mik-
ið tóbak, tóku það skorið ýmist í nefið eða vörina. Aðrir tuggðu
skro, en svo nefndust rjólbitar, sem voru eins konar tyggigúmmí
þess tíma.
Það var sameiginlegt allri þessari tóbaksnotkun að henni fylgdi
mikill og hvimleiður óþrifnaður. Þegar nú þessir tóbakskarlar
komu að landi með svarta tauma í skegginu heilsuðu þeir hús-
móðurinni með kossi, þáðu svo veitingar og þökkuðu fyrir sig
með kossi og svo að lokum kvöddu þeir með kossi. Þarna gengu
þeir fram, hver eftir annan, heil skipshöfn, 6 eða 7 menn og
hugsuðu ekkert um þá áþján sem þeir voru að leggja á húsmóður-
ina með háttalagi sínu. Það leyndi sér þó ekki að Matthildi var
þetta mikil þolraun, enda var andlit hennar illa útleikið eftir að
siðvenjunni hafði verið fullnægt og öllum kossum aflokið. Mér
rann þessi sjón svo til rifja, að ég ákvað að gera eitthvað til úrbóta.
Það var aðeins um tvo kosti að velja og hvorugur þeirra var
86