Strandapósturinn - 01.06.1988, Síða 89
auðveldur. Annað hvort kossarnir eða tóbakið varð að víkja. Við
nánari athugun sýndist mér auðveldara að koma á kossabindindi
heldur en venja menn af tóbaksnotkuninni. Þess vegna beitti ég
mér fyrir því, að handabönd skyldu upptekin í stað kossa. Notaði
ég meðferðina á Smáhamrahúsfreyjunni sem rök fyrir máli mínu
og sagði sem satt var, að síst af öllu átti hún skilið slíkar píslir eftir
að hafa lagt sig alla fram við að veita mönnum aðhlynningu og
góðan beina. Þetta fannst reyndar öllum viðkomandi vera sann-
gjörn og sjálfsögð tillaga.
Og þannig átti ég stærsta þáttinn í því, að koma á óformlegu
kossabindindi í Kirkjubólshreppi, félagsskap, sem e.t.v. er dálítið
sérstæður á landi hér og gott ef ekki einsdæmi,“ sagði Isleifur frá
Tind og brosti eins og sá einn gerir, sem veit sig hafa komið þörfu
verki til leiðar. —
Eftir að hellt hafði verið aftur í bollana tók Isleifur til máls á ný:
„Síðan eru nú liðin meira en 30 ár og meðal annarra orða: Eru
Tungusveitungar ekki hættir að nota tóbak?“
Faðir minn svaraði. „Það held ég nú varla, en minnkað hefur
það og hitt er alveg víst, að kossabindindið gildir ekki lengur.“
Nú heyrðum við að Esjan flautaði í fyrsta sinn og risum við
ferðalangarnir þá á fætur. En Isleifur kvað okkur ekkert liggja á,
nóg væri að fara við næsta blástur. Settumst við þá aftur en Isleifur
hóf að segja okkur frá afdrifum Tröllatungukirkju.
Afdrif Tröllatungukirkju
„Um leið og Kollafjarðarneskirkja var vígð og tekin í notkun
árið 1909 höfðu gömlu sóknarkirkjurnar á Felli í Kollafírði og í
Tröllatungu lokið hlutverki sínu og sóknirnar verið sameinaðar.
Fellskirkja var þó látin standa áfram um skeið og var notuð af
ábúanda jarðarinnar sem geymsla. En Tröllatungukirkja var ætl-
uð til niðurrifs og boðin til sölu í því skyni. Lengi vel barst ekkert
tilboð í hana. Bauð ég um síðir sóknarnefndinni 150 krónur fyrir
kirkjuna, en það taldi nefndin smánarverð og afþakkaði tilboðið.
Leið nú og beið án þess að nokkur kaupandi gæfi sig fram. En
svo fór að lokum, að sóknarnefndin kom til mín bónarveg og sótti
87