Strandapósturinn - 01.06.1988, Blaðsíða 94
túrbínan dregin á sleða ofan að sjó við Bitrufjörð utarlega. Þar tók
við önnur hestakerra, sem skilaði flutningnum á áfangastað.
Þetta var seinustu dagana í september 1934. Dynamórinn var
korninn áður með skipi að Óspakseyri ásamt efni í þrýstivatnsrör-
in.
Þegar hér var komið vorum við heimamenn búnir að steypa
stífluna og stöðvarhúsið og setja niður rekaviðarstaura fyrir loft-
línuna heim að bæ. Steypan var nokkuð mikið verk. Mig minnir að
það færu um 20 tunnur af sementi í hana.
Sem fyrr segir var Bjarni Runólfsson kominn hingað með túr-
bínuna seinustu dagana í september 1934. Nú varð mikið að gera á
skömmum tíma. Tveir rafvirkjar, sem voru að vinna á Hvamms-
tanga, voru fengnir til að leggja raflögn í bæinn. Við heimamenn
hjálpuðum Bjarna við að setja saman þrýstivatnsrörin. Þau eru úr
tré, skrúfuð saman með járngjörðum. Svo þurfti að steypa undir
vélarnar, leggja loftlínu á staurum heim að bæ o.fl. o.fl. Það var
gaman að vinna með Bjarna, og eftir um það bil viku var stöðin
sett í gang þann 4. okt. 1934. Allt varð uppljómað í haustmyrkrinu
úti og inni. Mér varð hugsað til næstu jóla, að gaman yrði að hafa
svona bjart þá. En þegar jólin komu var maður orðinn svo vanur
birtunni að lítið var hægt að breyta til á því sviði og svona hefur
það gengið síðan.
Rafstöðin hefur 9 m fallhæð og notar um 1001 vatns á sek. mest.
Dynamórinn er 5 kv. 220 v. jafnstraumur, öxultengdur við túr-
bínuna og snýst 1300 snúninga á rnínútu. Þrýstivatnspípan er 25
m löng og loftlínan heim að bæ er um 265 m. Útlagður kostnaður
var um 4000 krónur. Þar af kostaði túrbínan 1000 kr. og dyna-
mórinn 530 kr. Þetta þótti mjög ódýr virkjun, enda var hugsun
Bjarna Runólfssonar sú að hafa allt sem ódýrast en traust.
Fljótlega eftir að stöðin var sett í gang kom í ljós að ankerið í
dynamónum var ekki í góðu lagi. Það neistaði á kolunum og þau
brunnu nokkuð fljótt. Ankerið þurfti að renna einu sinni eða
tvisvar á ári. Þetta var þreytandi svo að við fengum nýtt anker 1939
eða 1940. Því miður setti ég það ekki í strax, heldur dróst það til
ársins 1956. Þá skipti ég um, en nýja ankerið ætlaði að fara eins og
það gamla. Nú var ekki gott í efni. Til þess að reyna eitthvað þá
92