Strandapósturinn - 01.06.1988, Side 95
þynnti ég annaðhvert kol um 2,5 mm, en kolin eru 8 talsins. Síðan
þessi breyting var gerð á kolunum eru liðin 31 ár. A þeim tíma
hefur dynamórinn aldrei neistað og kolin endast margfalt á við
það sem áður var, og slit á ankerinu tæpast merkjanlegt á þessum
tíma. Ég hef varla þurft að líta á dynamóinn í 31 ár. Það voru mikil
viðbrigði. Þess má þó geta að tvisvar hefur verið skipt um legur í
dynamónum og þrisvar um aðra leguna í túrbínunni, en hin legan
í túrbínunni er sú sama og fyrir 53 árum.
Þó að tekist hafi að ráða bót á þeim leiðindum, sem dynamónum
fylgdu, verður ekki það sama sagt um krapið. Það truflar og
stöðvar stöðina og verður viðvarandi vandamál þegar frost er og
áin ekki undir ís. En eftir að ís er kominn í ána, truflast vatns-
rennsli ekki þó að frost og hríðar séu.
Til þess að létta baráttuna við krapið steypti ég kassa við inntak-
ið. Úr þessum kassa er hægt að hleypa miklu krapi út í afrennslis-
skurð. Sandur fer út um botnrás í kassanum, sem annars færi í
gegnum túrbínuna og sliti henni. En hún virðist skila sarna afli og
fyrir 53 árum. Surnt af því sem ég reyndi til að losna við krapið
verkaði öfugt við það sem til var ætlast.
Á árunum milli 1940 og 1950 var þjóðvegurinn lagður undir
loftlínuna frá stöðinni og heim. Af því að of lágt var undir línuna
fyrir háan flutning þá hækkaði ég hana og hafði talsvert fyrir því,
en það var ekki nóg að gert. Loks ræddi ég þetta við Vegamála-
skrifstofuna. Þeir þar voru fúsir til að taka þátt í kostnaði við að
leggja jarðstreng frá ánni og heim að bæ. Það var gert árið 1966.
Þar sem rafstöðin er handan árinnar frá bænum séð þurfti að
vera göngubrú á ánni vegna eftirlits á stöðinni. Við steyptum því
árið 1937 rúmlega tveggja metra háan brúarstöpul á klöpp við
ána. Þarna gerðum við brú með handriði báðum megin því að hátt
var niður.
Á þeim tíma, sem hér um ræðir, ferðaðist fólk ennþá fótgang-
andi að vetrinum. Við vísuðum því vegfarendum á brúna þegar
áin var ekki á ís.
Snemma vetrar, að mig minnir, kom hér göngumaður á leið
norður sýslu. Hann hét Andrés Sveinbjörnsson, kunnur maður
hér um slóðir og víðar. Ég fór með hann að ánni til þess að vísa
93