Strandapósturinn - 01.06.1988, Page 102
með ráðskonu er Þorgerður hét. Var sagt, að stundum hefði
komið til tals að þau ættust en úr því varð aldrei.
Á yngri árum var Hallvarður oft í sendiferðum fyrir yfirvöld
því hann var hinn mesti göngumaður, skjótur í förum, ratvís og
traustur í alla staði. Var sagt að þá hefði hann jafnan verið í
sauðsvartri belghempu er náði ofan á hné, með mórauða hettu og
spælahatt á höfði er hann batt undir kverk. Um mittið hafði hann
þykka og breiða ól og staf mikinn í hendi. Þannig búinn þótti
Hallvarður ærið tröllslegur ásýndum enda var hann fáum mönn-
um líkur í útliti, þrjár álnir og 6 þuml. (um 2 m) á hæð og þrekinn
að sama skapi, kolsvartur á hár og skegg, ljós í andliti og all
stórleitur.
Um hagleik Hallvarðar og trúarlíf
Eins og allir vita er mikill trjáreki á Ströndum og eru það mikil
hlunnindi, þótt ekki séu þau nytjuð nú með sama hætti og fyrrum,
þegar trjáviður var af skornum skammti í landinu og hver spýta
hirt sem að landi rak. Og fyrir handlagna menn voru verkefnin
næg því smíðaefnið barst þeim í hendur svo til fyrirhafnarlaust.
Enda notuðu Hornstrendingar sér þessa góðu aðstæður óspart og
fór mikið orð af þeim fyrir hagleik og góða smíðagripi.
Hallvarður var einn þessara hagleiksmanna. Smíðaði hann
búsáhöld á veturna og seldi um Vestfirði og Húnavatnssýslu. Fór
hann á hverju vori á skipi sínu fullfermdu í söluferðir austur yfir
Húnaflóa og farnaðist jafnan vel. Eru sagnir um það að stundum
hafl hann selt allt, bæði farm og skip og komið gangandi heim
aftur. Var það álit manna að Hallvarður hefði auðgast vel á
þessum kaupskap og orðið með ríkari mönnum er tímar liðu. Sú
trú var ríkjandi að blessun fylgdi þeim skipum er hann smíðaði og
að þeim hlekktist aldrei á.
Hallvarði var margt fleira til lista lagt. Ætti hann í útistöðum við
valdsmenn bar hann jafnan hærri hlut úr þeim viðskiptum, enda
skorti hann ekki vit og svo þótti hann snillingur í að fást við
drauga. Fengi hann sendingar kvað hann þær umsvifalaust niður;
einnig hjálpaði hann öðrum við það, ef mikið lá við. Biblíufróður
var hann og þýddi lítið fyrir aðra að reka hann á gat í þeim
fOO