Strandapósturinn - 01.06.1988, Síða 106
Laugardaginn 16. ágúst 1986 var lagt af stað með steininn og
komið um kvöldið að Munaðarnesi. Heldur rysjótt veður hafði
verið þann dag og töldu kunnugir, að ólendandi hefði verið við
þær aðstæður í fjörunni fyrir framan bæinn í Skjaldabjarnarvík.
En um nóttina lægði, og sunnudagsmorgunninn rann upp bjartur
og fagur með ládauðan sjó. Var þá ekki eftir neinu að bíða.
Báturinn settur á flot, steininum komið þar fyrir og svo haldið af
stað. Bátnum stjórnaði Jón Elías Jónsson bóndi á Munaðarnesi,
sonur Pálínu. Aðrir sem þátt tóku í förinni voru: Pálína húsfreyja
á Munaðarnesi, Guðlaug dóttir hennar, Anna systir Pálínu, fyrr-
um húsfreyja á Dröngum og þrjár litlar stúlkur, dætur Jóns.
Systurnar, Pálína og Anna eru báðar fæddar í Skjaldabjarnar-
vík og sagnirnar um Hallvarð þeim því mjög hugstæðar. Ferðin í
áfangastað gekk að óskum. Eftir tveggja tíma siglingu vorum við
komin að fjörunni fyrir framan bæjarrústirnar í Skjaldabjarnar-
vík. Þar var kastað akkeri og síðan róið í land á smákænu sem höfð
var með. Allt gekk þetta áfallalaust og innan stundar var áhöfn
bátsins komin að leiðinu og farin að snyrta það til. Og svo var
steininum lyft yfir grindverkið og hagrætt á leiði hins mæta
manns. Þar með var aðalerindinu lokið.
Við dvöldum þarna drjúga stund. Veðrið var óbreytt og ekkert
lá á. Systurnar notuðu tækifærið og svipuðust um á kunnugum
slóðum og rifjuðu upp bernskuminningarnar, sem þær áttu einar.
Þegar sól tók að lækka á lofti var aftur ýtt frá landi. Leiðin lá
heim að Dröngum. Þar dvelur Anna og fjölskylda hennar hvert
sumar og annast um hlunnindi jarðarinnar, bæði reka og dún.
Var ekki við annað komandi en að skreppa þangað heim og þiggja
kaffisopa, sem veittur var af mikilli rausn.
Og svo var haldið heim á leið í skini hnígandi sólar er varpaði
gullnum geislum á láð og lög og sveipaði allt í töfrabirtu. Og
Drangaskörðin urðu hluti af nýrri og ókunnri veröld á þeirri
stundu.
Hallvarður ætlaði sýnilega ekki að gera ferðina endasleppa. Uti
á miðjum Ófeigsfjarðarflóa var tré á floti. Að sjálfsögðu var komið
á það böndum og dregið til lands. Það var efni í nokkra girðingar-
104