Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.1988, Side 110

Strandapósturinn - 01.06.1988, Side 110
hausar. Best var ýsan og ég tala nú ekki um lúðuna. Lúða, flyðra, spraka. Öll þessi nöfn á sama fiskinum. Reyndar fór það eftir stærð. Lúðulok var minnst. Flyðra var stærst. Þetta var indælismatur. Manni leið vel þau vetrarkvöld, sem mamma sagði okkur sögur í rökkrinu, en pabbi reif handa okkur þorskhausa á meðan. Við kunnum sum ævintýrin utanað og leið- réttum mömmu ef hún viðhafði önnur orð en vant var. En þetta var nú á meðan við stóðum varla út úr hnefa. Segja má að við lifðum nær eingöngu á fiski. Hrognkelsum á vorin en þorskinum í annan tíma. Þessir fáu lambkettlingar sem kreistir voru upp árlega fóru beint í skuldirnar. Alveg finnst manni það kraftaverk að við skyldum ekki verða á svipinn eins og þorskar. Við kynntumst sjónum eins og hverri annarri furðuveröld sem óteljandi undarlegir hlutir birtust úr. Margt rak á fjörur og marg- ur furðuhluturinn seig áfram í vatnsskorpunni og hvarf út í fjarskann með straumi flóðs og fjöru. Þegar ég fékk að fara á sjó í fyrsta sinn var ég níu ára. Eg var ósköp spennt, og fannst þetta heilt ævintýri. En er út á fjörðinn kom, fannst mér ansi langt til lands og óþægilegt ruggið í bátnum. En ég var fljót að gleyma því, þegar ég fann kippt í færið að neðan. Og ég tala nú ekki um þegar fyrsti fiskurinn minn, stór og glitr- andi ýsa byltist í bátnum. Það var Maríufiskurinn minn. Ég fór með hann til Valgerðar húsfreyju á Liltu-Hvalsá og gaf henni hann, því að maður á að gefa einhverri eldri konu Maríufiskinn sinn til þess að maður verði fiskinn í framtíðinni. Reyndar áttu þau Valgerður og Jón Tómasson maður hennar bátinn, sem við vorum á en lánuðu okkur hann ævinlega en tóku engan bátshlut, svo að hún hefir verið vel að Maríufiskinum komin. Þetta voru miklir öndvegis nágrannar, sem voru öllum vel og okkur þótti vænt um. I þann tíð áttu ekki allir allt til alls og urðu því að fá hlutina að láni. Við drógum margan vænan fiskinn á þennan ágæta farkost og það var mesta furða hvað allt blessaðist. Við unglingarnir fengum ekki að róa ein og sér nema um sumartímann og þá þegar gott var veður og sléttur sjór. Það voru miklir ánægjutímar. Reyndar fór ánægjan mikið eftir því, hve vel 108
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148

x

Strandapósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.