Strandapósturinn - 01.06.1988, Side 110
hausar. Best var ýsan og ég tala nú ekki um lúðuna. Lúða, flyðra,
spraka. Öll þessi nöfn á sama fiskinum. Reyndar fór það eftir
stærð. Lúðulok var minnst. Flyðra var stærst.
Þetta var indælismatur. Manni leið vel þau vetrarkvöld, sem
mamma sagði okkur sögur í rökkrinu, en pabbi reif handa okkur
þorskhausa á meðan. Við kunnum sum ævintýrin utanað og leið-
réttum mömmu ef hún viðhafði önnur orð en vant var. En þetta
var nú á meðan við stóðum varla út úr hnefa.
Segja má að við lifðum nær eingöngu á fiski. Hrognkelsum á
vorin en þorskinum í annan tíma. Þessir fáu lambkettlingar sem
kreistir voru upp árlega fóru beint í skuldirnar. Alveg finnst
manni það kraftaverk að við skyldum ekki verða á svipinn eins og
þorskar.
Við kynntumst sjónum eins og hverri annarri furðuveröld sem
óteljandi undarlegir hlutir birtust úr. Margt rak á fjörur og marg-
ur furðuhluturinn seig áfram í vatnsskorpunni og hvarf út í
fjarskann með straumi flóðs og fjöru.
Þegar ég fékk að fara á sjó í fyrsta sinn var ég níu ára. Eg var
ósköp spennt, og fannst þetta heilt ævintýri. En er út á fjörðinn
kom, fannst mér ansi langt til lands og óþægilegt ruggið í bátnum.
En ég var fljót að gleyma því, þegar ég fann kippt í færið að neðan.
Og ég tala nú ekki um þegar fyrsti fiskurinn minn, stór og glitr-
andi ýsa byltist í bátnum. Það var Maríufiskurinn minn. Ég fór
með hann til Valgerðar húsfreyju á Liltu-Hvalsá og gaf henni
hann, því að maður á að gefa einhverri eldri konu Maríufiskinn
sinn til þess að maður verði fiskinn í framtíðinni. Reyndar áttu
þau Valgerður og Jón Tómasson maður hennar bátinn, sem við
vorum á en lánuðu okkur hann ævinlega en tóku engan bátshlut,
svo að hún hefir verið vel að Maríufiskinum komin. Þetta voru
miklir öndvegis nágrannar, sem voru öllum vel og okkur þótti
vænt um. I þann tíð áttu ekki allir allt til alls og urðu því að fá
hlutina að láni. Við drógum margan vænan fiskinn á þennan
ágæta farkost og það var mesta furða hvað allt blessaðist.
Við unglingarnir fengum ekki að róa ein og sér nema um
sumartímann og þá þegar gott var veður og sléttur sjór. Það voru
miklir ánægjutímar. Reyndar fór ánægjan mikið eftir því, hve vel
108