Strandapósturinn - 01.06.1988, Side 111
hann var við, eins og sagt er. Best var, þegar við lentum í torfu og
hann var ör.
Eg man sérstaklega eftir fögru sumarsíðdegi, að við fórum fram
eins og kallað var, ein fjögur ungmenni, ég og Sólbjörg fóstursyst-
ir mín, Eiríkur Sigfússon og ég man ekki hver var ijórði maður.
Við lentum í óðum fiski þarna upp við landsteina, hann tók
áður en færin voru kornin í botn og þetta varð einn skemmtilegasti
róður sem ég man eftir. Við vorum þarna í 2l4 klukkutíma og
komum í land með 164 fiska. I annað sinn rérum við Sóla tvær en
þá hef ég verið kornin undir tvítugt. Við vorum á svolítilli bátsskel,
og rérum tvisvar þennan dag. Aflinn varð 92 rokvænir þorskar og
við vorum töluvert drjúgar með okkur þegar við sýndum karli
föður mínum fiskihrúguna. En hann, gaurinn sá arna, sagði bara:
„Ekki skiljið þið við þetta svona, ætlið þið ekki að gera að?“
Mikið var ég grútspæld við hann. En hann var þá bara að stríða
okkur og gekk frá flskinum sjálfur. Enda vorum við alveg upp-
gefnar, hún, unglingurinn úr andófinu en ég úr fiskidrættinum.
Já, margt er það, sem í djúpinu leynist. Eiginlega rann manni
oft kalt vatn milli skinns og hörunds, þegar maður starði ofan í
djúpið og fannst glitta í stórt grágrænt auga starandi á sig með
græðgi og ógn.
Raunverulegri voru hnísur og háhyrningar sem renndu sér
stundum fram hjá okkur í vatnsskorpunni. Ekki var okkur vel við
þá samt, við minntumst margra ljótra sagna um fyrirbæri, er
stökklar nefndust og sátu um að stökkva upp í bátana og sökkva
þeim.
Eg efa ekki að það hafi verið háhyrningar eftir að hafa séð þá
leika listir sínar. Sérstaklega man ég eftir þrem dýrum, sem
renndu sér hlið við hlið í alls konar króka og sveigjur í vatns-
skorpunni rétt hjá bátnum og er ég sannfærð um að æfðir list-
dansarar hefðu ekki getað gert betur, svo mikil mýkt og yndi var í
hreyfingum dýranna. Eitt sinn vorum við á sjó systur, Sólbjörg og
ég. Þetta var í lognkyrru veðri og blíðu. Þá dró yfir hafflötinn svo
þétta þoku að ekkert var hægt að sjá frá sér. Þó smugu sólargeisl-
arnir í gegnum hana og glitruðu á lognöldunni. Ég keipaði í
rósemd og sökkti mér ofan í ljúfar hugsanir.
109