Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.1988, Side 112

Strandapósturinn - 01.06.1988, Side 112
Nema það að skyndilega kemur upp úr djúpinu stór og mikill bakuggi. Hann rennir sér meðfram borðstokknum rétt við nefið á mér og lyftir árinni af tollanum svo hún flýtur í burtu. Eg efa að ég hafi í annan tíma orðið jafn hrædd. Eg þreif í Sólbjörgu með krampataki og hún spurði önuglega hvað gengi á. Ég benti bara á uggann gapandi og stjörf án þess að geta komið upp nokkru hljóði. En það hnussaði aðeins í henni og hún fór að damla með árinni sem eftir var til að ná í hina sem flaut á næstu báru. Ég stóð bara skjálfandi með hjartað í buxunum og beið þess að þokunni létti, því að ógerningur var að gera sér grein fyrir áttum. En biðin varð ekki ýkja löng, það fór að heyrast hó og hundgá, sem var merki þess að við ættum að koma í land. Fólkinu var hætt að lítast á hvað þokan var svört. í annan tíma vorum við á sjó nokkrir krakkar á aldrinum 12—16 ára að sumarlagi. Komið var kvöld og sjórinn eins og spegill. Við Húnaflóann sest sólin tæplega á þeim tíma árs, heldur rennir sér eftir sjóndeildarhringnum í allri sinni dýrð, og enginn getur þá lýst litum hafs og himins með orðum. En það virtist vera hundur í þeim gráa, hann tók ekki, hvernig sem við kipptum fram og aftur og hertum okkur að dorga. Nú, það kom galsi í mannskapinn og við fórum að heita á hina og þessa máttarstólpa þjóðfélagsins að þeir sendu fisk á öngla okkar en allt kom fyrir ekki, ekkert gekk né gerðist. Þegar þeir urðu ekki við, hét einhver á drottin, og allt sat við það sama. I ofurmóði og til jafnvægis hét ég á þann neðra og taldi þá fullreynt. I sama bili varð færið fast. Ég togaði í og togaði og hægt og hægt lyftist hluturinn frá botni. Við störðum með óhug á slýgrænan ódráttinn sem steig upp úr djúpinu. Ennþá veit ég ekki hvað þetta var, því einn félagi minn brá hníf sínum á færið og þessi óhugnanlegi hlutur hvarf niður með sökkuna mína og öngulinn. Þau hin voru fljót að draga inn færin og svo var róið í land af skyndingu. Sjálfsagt hefði þetta reynst vera einhver nauða-hversdagslegur hlutur ef við hefðum aðgætt hann betur. En óttinn við hið óþekkta orsakaði hnífsbragðið. A þessum árum var hjátrúin meiri en nú lfO
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148

x

Strandapósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.