Strandapósturinn - 01.06.1988, Side 115
Böðvar Guðlaugsson
Bernsku-
minningar
frá
Kolbeinsá
Fyrstu átta ár ævinnar átti ég heima á Kolbeinsá í Hrútafirði.
Foreldrar mínir bjuggu þar á parti af jörðinni. Kolbeinsá þótti
stór og búsældarleg jörð á þeirrar tíðar mælikvarða, og þegar ég
man fyrst eftir mér, var þar margbýli og oft mannmargt á bænum.
Mamma var fædd og uppalin á Kolbeinsá, var hún yngst sjö
systkina sem upp komust. Foreldrar hennar, Ólafur Björnsson og
Elísabet Stefánsdóttir, bjuggu á Kolbeinsá í meira en 30 ár, en
höfðu hætt búskap fimm árum áður en ég fæddist. Þau áttu þó
bæði heima á Kolbeinsá meðan þau lifðu. Ólafur afi minn dó
þegar ég var tæpra tveggja ára, og ég man ekkert eftir honum.
Aftur á móti var ég orðinn sjö ára, þegar Elísabet amma mín dó,
og ég man vel eftir henni. Hún sagði mér stundum sögur í rökkr-
inu og lumaði oftar en ekki á kandísmola til að hugga lítinn snáða,
þegar eitthvað bjátaði á. Ólafur afi minn var ættaður frá Belgs-
holti í Melasveit, Móðir hans var Ingibjörg Þorvaldsdóttir, prests
og sálmaskálds í Holti undir Eyjafjöllum. Elísabet amma var ættuð
frá Þóreyjarnúpi í Húnavatnssýslu, Stefánsdóttir, Jónssonar pró-
fasts í Steinnesi í Vatnsdal. Nöfnin Þorvaldur, Böðvar, Stefán og
Björn eru mjög ríkjandi í móðurætt minni. Ólafur afi minn þótti,
113