Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.1988, Side 117

Strandapósturinn - 01.06.1988, Side 117
mælikvarða á fátækt og auðæfi, og í annan stað bjó ég við slíkt ástríki af þeirra hálfu, að það hvarflaði aldrei að mér að þau væru fátækari en almennt gerðist. Eg veit raunar að búpeningur þeirra var stórum minni en annarra ábúenda á jörðinni, og þetta voru „erfiðir tímar“. Auk þess hygg ég að pabbi hafi að eðlisfari verið hneigðari fyrir ýmsilegt annað en venjulegan sveitabúskap. Hann var prýðilega lagtækur og hafði yndi af smíðum. Mér eru í barnsminni ýmsir smíðisgripir hans, smíðaðir við lélegar aðstæð- ur og lítinn tækjakost. Mamma hafði verið vetrartíma í Reykjavík og gengið þar í kvöldskóla. Hygg ég að hugur hennar hafi staðið til frekari menntunar, en aðstæður leyfðu það ekki. Ábúendur á Kolbeinsá, auk foreldra minna, voru þegar ég man fyrst eftir mér: Jón Jónsson og Ingibjörg móðursystir mín, sem bjuggu á hálfri jörðinni, Jóhanna Lýðsdóttir, ekkja Stefáns móð- urbróður míns, bjó ásamt tveimur börnum sínum á hluta af jörð- inni, þar bjó einnig Jón bróðir hennar, sem var ekkjumaður. Lýður faðir Jóhönnu og Jóns og seinni kona hans, Guðrún Guð- mundsdóttir, voru og til heimilis á Kolbeinsá og höfðu eitthvað af skepnum, ef ég man rétt. Lýður var lærður söðlasmiður og dútlaði við iðn sína í kompunni þeirra. Hann hafði það fyrir sið að raula fyrir munni sér ýmsar gamlar þulur og stef, þegar hann var á róli um bæinn eða úti við. Einhvern tíma hittist þannig á að mamma var að kalla á okkur systkinin inn og rétt í sama mund bar Lýð þar að, raulandi: „Grýla kallar á börnin sín“. Auðvitað var þetta ekki sneið til mömmu, þótt svona skemmtilega hittist á, og ég man enn þá, hvað mamma hló innilega að þessu á eftir. Guðrún, kona Lýðs, eða Gunna, eins og hún var alltaf kölluð, var fjarska góð við mig og sagði mér ófáar sögur og ævintýri. Björn Finnbogason og Guðlaug Lýðsdóttir, hálfsystir Jóhönnu og Jóns, bjuggu nokkur ár á Kolbeinsá, en þau fluttust ekki þangað fyrr en nokkru áður en við fluttumst til Borðeyrar, þannig að við vorum aðeins stuttan tíma samtíða þeim á Kolbeinsá. Auk þeirra ábúenda sem nefndir eru, man ég eftir mörgu vinnu- og kaupafólki á Kolbeinsá á þessum árum, svo að það var iðulega æði mannmargt á bænum. Eg var víst dálítið frakkur bæði til orðs og æðis sem krakki, og hef ég sagt sögur af því í „Fáeinum bernsku- 115
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148

x

Strandapósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.