Strandapósturinn - 01.06.1988, Blaðsíða 120
Skarðinu. Út með firðinum var ekki hestfært eins og síðar verður
að vikið. Eftir að snjó dró í Skarðið fóru hestarnir ekki þar um af
sjálfsdáðum. Alltaf þurfti þó að líta eftir þeim annað veifið og
athuga hvort eitthvað amaði að.
Það var í einni slíkri ferð, sem faðir minn, Pétur Friðriksson,
lenti í snjóflóði inn með Bjarnarfirði, sem nú skal greina frá.
Hlíðin inn með firðinum að vestan er víðan snarbrött með
skorningum og giljum. Setti þar niður fönn og stafaði af því
nokkur snjóflóðahætta.
í þetta skipti fór faðir minn Hlíðina en ekki Skarðið, sem oftast
var þó farið. Væri farið um það var komið niður í fjörðinn eigi
allfjarri fjarðarbotni. Var sú leið alveg hættulaus, auk þess að vera
töluvert styttri. Ekki veit ég hvers vegna faðir minn kaus að fara
frekar Hlíðina í þetta sinn.
Segir ekki af ferðum hans fyrr en hann er kominn inn undir
Kleifar, sem svo eru kallaðar. En það er klettabelti nær óslitið frá
fjallsbrún í sjó fram. Þar er varla fært um nema gangandi mönn-
um, þótt stöku sinnum væri farið með lipra hesta um klettabrík í
berginu væru þeir teymdir.
Inn að Kleifunum er bakki, sem dregst upp frá Selinu (Skaufa-
sel) og mjókkar eftir því, sem nær dregur Kleifunum. Um bakk-
ann var farið inn í fjörðinn. Framan við bakkann er bratt í sjó fram
víðast. Á einum stað skerst djúpur bás inn í landið. Hann dregur
nafn sitt af lögun sinni og er kallaður Djúpibás.
Faðir minn var einmitt staddur á bakkanum ofan við básinn,
þegar snjóflóðið hljóp úr fjallinu, líklega úr fjallsbrúninni. Snjór
var yfir öllu og fennt hafði dagana áður. Þrátt fyrir það mun faðir
minn ekki hafa talið verulega hættu á snjóskriðum.
Hann verður var við, hvað er að gerast í hlíðinni fyrir ofan
hann. Sér hvað verða vill. Það tók aðeins örskots stund uns snjó-
bylgjan náði honum. Engin leið var undankomu. Verður það
hans fangaráð um leið og flóðið þreif hann að henda sér flötum
ofan á snjóskriðuna undan hallanum. Taldi hann að með því móti
hefði hann ekki grafist eins djúpt og ella.
Holskefla flóðsins geystist fram af bakkanum og hefur eflaust
aukið drjúgum ferðina við að fara niður í básinn og stöðvaðist ekki
118