Strandapósturinn - 01.06.1988, Side 124
Skipið var hlaðið ull, tólg, lýsi og annarri vöru, og var talið að
farmurinn leggði sig á fjörutíu þúsund ríkisdali.
Ekki er vitað um ferðir skipsins næstu daga, en 21. september
brestur á norðan stórviðri með foráttu brimi og stóð það veður í
sex daga. Sést mun hafa til skipsins um hríð úti fyrir Ströndunum.
En 22. september strandar það á Drangahlíð og brotnar þar í
spón. Á skipinu var níu manna áhöfn, fimm þeirra fórust, þar á
meðal skipstjórinn, P S Smith, að nafni, en hann mun hafa slasast
áður en skipið strandaði. Einnig fórst þar verslunarmaður, Wulff
að nafni. Aðrir eru ekki nafngreindir. Lík hinna látnu voru flutt í
Árnes og jarðsett þar 23. október eða mánuði eftir slysið. Fjórir
komust lífs af og er sagt að þeir hafi bjargað sér í land á siglutrénu.
Það voru L M Möller stýrimaður, matsveinn og tveir hásetar.
Jakob kaupmaður Thorarensen á Kúvíkum tók að sér að greiða
götu þeirra og koma þeim áleiðis til heimkynna sinna. Svo er að
sjá, að það hafi verið nokkrum erfiðleikum háð, þar sem öll skip
voru sigld frá nálægum kaupstöðum. Urðu skipbrotsmenn að
fara til Reykjavíkur, og þangað eru þeir komnir 23. október, og
komust þaðan út með póstskipi. Ljóst er að farmur skipsins hefur
að miklu leyti farið forgörðum.
Sýslumaður Strandasýslu, sem þá var Sigurður E Sverrisson í
Bæ í Hrútafirði, er kominn norður 5. október, og lýsir svo aðkomu
á strandstað, . . . „að þar fann hann aðeins brak úr skipinu dreift
um ströndina svo og það af farmi skipsins sem þeim af áhöfninni,
sem af komust, hafði tekist að bjarga á land með hjálp nokkurra
Islendinga undir stjórn stýrimanns L M Möllers."
Eitthvað mun stýrimaður skipsins hafa verið óánægður með
framgöngu og framkomu heimamanna vegna strandsins. I auka-
rétti Strandasýslu, sem haldinn er 10. október í Reykjarfjarðar-
kaupstað vegna strandsins, er eftirfarandi bókun: „Vegna þessa
óhapps telur L M Möller sig tilneyddan til að leggja fram bein
mótmæli við alla, sem hlut eiga að máli, með tilliti til hvers konar
skaða eða taps í sambandi við þetta slys.“
6. október eða daginn eftir komu sína á strandstað, heldur
sýslumaður uppboð á strandgóssinu. Þar eru þá saman komnir
122