Strandapósturinn - 01.06.1988, Side 126
Jóni einum á tveggja rúma bát og ei vitað annað þegar þeir lögðu
af stað en ferðin einungis væri gjörð til þess að sækja þetta upp-
boðsgóss. Deponantinn skýrir frá að þeir Jón hafi á norðurleið-
inni hvergi komið við nema á bænum Seljanesi og hafi Jóni, sem er
hneigður fyrir brennivín, verið gefið þar brennivín svo hann hafi
orðið til muna kenndur. Þegar þeir voru komnir norður fyrir
Drangaskörð skýrir hann ennfremur frá, aðjón hafi látið íljós, að
hann yrði að lenda við Drangshlíð á svonefndu Breiðanesi tölu-
vert utar í nefndri hlíð en nokkuð af strandgóssinu var selt við
uppboðið, til þess að taka upp í bátinn tólk sem þar væri geymdur.
Þegar þeir komu þar í land skýrir Deponantinn frá, að Jón gangi
að grjóthrúgu og rífi þar upp tólk, sem hann kveðst ei geta giskað
á hvað mikill hafi verið, hafi hann verið látinn í afturskut bátsins
og hafi báturinn við það aðeins verið lítið siginn. Hann skýrir
ennfremur frá, að Jón hafi sagt sér að tólk þennan hefði hann ei
keypt við uppboðið heldur borið hann þarna upp af sjálfsdáðum á
undan því. Síðan segir hann, að þeir haldi á uppboðsstaðinn og
tæki það áðurnefnda spýtnarusl og prjónlestunnu er Jón einnig
hefði keypt við uppboðið og haldi síðan heimleiðis; sé báturinn þá
orðinn allt að því hlaðinn. Allt þetta góss skýrir hann frá að þeir
beri af bátnum á Eyri, þar á meðal allan tólkinn. Urn kaup fyrir
ferð sína og bátslánið hafi fyrir fram ei verið samið öðruvísi en svo,
að Jón hafi lofað sér og föður sínum að borga þeim svo þeir yrðu
ánægðir. Þegar þeir voru lentir á Eyri segir Deponantinn að Jón
hafi farið heim og komið aftur með reislu og vegið einn fjórðung2’
af tólk þeim er þeir höfðu flutt og fengið sér hann og sagt að það
skyldu þeir hafa fyrir ferðina. Kveðst hann hafa tekið við tólkar-
fjórðung þessum og farið síðan rakleiðis heim með bátinn. Hann
skýrir ennfremur frá, að Jón hafi í ferð þessari sagt sér að þeir
Guðmundur bóndi Jónsson á Melum og Arngrímur Alexíusson á
sarna bæ hefðu verið í verki með sér að bera sarnan áðurnefndan
tólk og dysja hann en sér hefði skilist á Jóni sem hann hefði verið
einn um að bera sarnan nokkuð af tólknum. Af oftnefndum tólki
2) lOpund
124