Strandapósturinn - 01.06.1988, Blaðsíða 127
kveðst Deponantinn ei hafa fengið hið minnsta að undanteknum
þeim eina fjórðungi sem Jón borgaði honum fyrir ferðina. Fleira
kveðst (hann) ei geta gefið máli þessu til upplýsingar. Deponant-
inn skýrir ennfremur frá, að hann sé á fjórða árinu um þrítugt,
fæddur á Kjörvogi hér í sveit og hafi hann alið allan sinn aldur á
ýmsum bæjum í Árneshreppi, og sé nú vinnumaður hjá föður
sínum, Guðmundi bónda Jónssyni (í) Ingólfsfirði.
Fyrir réttinum mætti nú eftir ráðstöfun dómarans vinnumaður
hjá Halldóri bónda Jónssyni á Melum Arngrímur Alexiusson er
gefur svohljóðandi skýrslu:
Hann kveðst ásamt öðrum fleirum hafa næstliðið haust lagt af
stað norður að Dröngum til að vera við uppboð á góssi því sem
rekið hafði á land af skipinu sem þar hafði þá strandað. Hafi hann
þá komið að Drangavík þegar komið var kveld og hafi á greindum
bæ allir samferðamenn sínir orðið eftir nema Jón bóndi Jónsson á
Eyri hér í sveit og Guðmundur bóndi Jónsson á Melum, hafi þeir
þá þrír haldið áfram norður að Dröngum og allir haft með sér
brennivín, er þeir drukku á leiðinni svo þeir hafi allir verið orðnir
til muna drukknir þegar norður kom. Kveðst hann fyrir þá skuld
óljóslega muna samræður þeirra á leiðinni. Hann skýrir ennfrem-
ur frá, að nefndur Jón bóndi á Eyri hafi stungið uppá, að þeir
skyldu taka tólk er rekið hafði upp af áðurgreindu skipi og hafi
hann sjálfur og Guðmundur bóndi samferðamaður þeirra latt
hann þess, en þó hafi það orðið úr, að þeir hafi þá í sameiningu
borið á Drangahlíð saman tólkarmola og falið þá í þeim tilgangi að
þeir kæmust undan almannafæri. Ei kveðst hann geta sagt hve
mikill tólkur þessi hafi verið og ekki hafi hann síðar orðið aðnjót-
andi að nokkrum hluta úr honum né andvirði hans, enda hafi sig
strax og hann kom til sjálfs sín iðrað þess að hann hafi verið með
að þessu verki og ekki segist hann geta neitt borið um, hvað um
tólk þennan hafi orðið frá því þeir skildu við hann á Drangahlíð,
og hafi hvorki Guðmundur bóndi á Melum né Jón bóndi á Eyri við
sig talað um hann síðar. Hann neitar því, að það hafi verið nokkuð
annað af hinu strandaða góssi sem þeir hafi haft höndur á nema
tólkurinn. Hann skýrir ennfremur frá, að hann sé þrjátíu og
þriggja ára að aldri, fæddur í Ófeigsfirði hvar faðir hans Alexius
125