Strandapósturinn - 01.06.1988, Side 128
Eiríksson var bóndi. Kveðst hann hafa alið allan aldur sinn hér í
Arneshrepp á ýmsum bæjum.
Dómarinn gat þess, að hann ei hefði fyrir sakir illviðra og
ófærðar séð sér fært fyrr að ferðast hingað norður til þess að prófa
mál þetta. Fleira var ei fyrir tekið og réttinum slitið.
Tveim dögum síðar eða 27. maí er aftur settur og haldinn réttur
og mætti eftir ráðstöfun dómarans bóndinn Jón Jónsson á Eyri,
sem eftir að búið var að áminna hann alvarlega um að segja satt,
skýrir frá, að hann ásamt öðrum fleiri hafi riðið frá heimili sínu
norður að Dröngum til þess að vera við uppboð, er búið var að
auglýsa að halda skyldi þar. Kveðst hann frá Drangavík, hvar allir
samferðamenn hans urðu eftir nema Guðmundur Jónsson bróðir
hans á Melum og Arngrímur Alexíusson á sama bæ, hafa haldið
áfram norður yfir. Hann skýrir frá að urn kveldið er þeir lögðu af
stað frá Drangavík hafi þeir verið orðnir nokkuð kenndir, og þeir
allir hefðu haft með sér brennivín, sem þeir drukku á leiðinni svo
að þeir, þegar norður kom, hafi allir verið orðnir drukknir mjög.
Hann skýrir ennfremur frá að þegar hann ásamt áðurgreindum
tveim mönnum var kominn þangað sem hið strandaða góss lá,
hafi þeim komið saman um að bera tólkarmola sem þar lágu af
strandgóssinu saman, en ekki kveðst hann muna hver þeirra fyrst
hafí komið upp með það, segir hann að þeir beri tólk þennan út á
svonefnt Breiðanes og byrgi hann þar með grjóti í því skyni að
hagnýta sér hann síðar. Kveðst hann löngu nokkuð seinna hafa
farið norður á bát, er hann fékk léðan hjá Guðmundi bónda í
Ingólfsfirði ásamt vinnumanni á sama bæ Guðmundi Guðmunds-
syni til þess að sækja fjalarusl og prjónlestunnu sem hann hafði
keypt á uppboðinu. Kvaðst hann þá hafa tekið í bátinn tólk þann
er hann og þeir Guðm. bóndi og Arngrímur á Melum áðurnefnt
kveld báru saman á Breiðanesi og flutt hann heim til sín að Eyri.
Hann fortekur að tólkur þessi hafi verið meir en svo sem fjórir
fjórðungar að þyngd, og hafi enginn af honum hjá sér nokkuð
fengið nema einn fjórðung, sem hann lét Guðmund bónda í
Ingólfsfirði fá fyrir lánið á manninum og bátnum í ferð þessa. Um
nóttina eftir að þeir voru búnir að bera tólkinn saman á Dranga-
hlíð kveðst Deponantinn ásamt Guðmundi bónda og Arngrími
126