Strandapósturinn - 01.06.1988, Blaðsíða 129
hafa haldið heim að bænum Dröngum og farið þar í hlöðu, hvar
margir voru fyrir til gistingar og sofið þar sem eftir var nætur.
Ekki kveðst hann sérstaklega muna hverjir þeir voru, nema að þar
á meðal var Þorkell bóndi í Ófeigsfirði hér í sveit. Ennfremur
skýrir hann frá, að þegar hann ásamt fleiri sveitungum sínum
daginn eftir uppboðið reið heim frá strandinu hafi hann séð
skóflu liggjandi í þaranum á Drangahlíð og hafi hann hlaupið af
baki og tekið skófluna og flutt heim til sín. Skóflu þessa kveðst
hann ekki hafa keypt á uppboðinu og fortekur að hún muni hafa
komið til uppboðs og ei segist hann hafa haft neina heimild til að
taka hana en að hann hafi skoðað skóflu þessa sem fund er hann
ekki hafi farið dult með eins og þeir geti borið um er með honum
voru, hvar á meðal voru þeir Guðmundur og Halldór bændur á
Melum, Arngrímur vinnumaður á sama bæ og Óli bóndi Ólason í
Reykjarfirði. Skóflu þessa kveðst hann ei hafa lýst og sé hún enn í
sínum vörslum. Jón bóndi neitar þverlega, hversu sem á hann er
gengið, að hann hafi tekið hið minnsta af tólk þeim er rak upp á
Drangahlíð næstliðið haust utan þann sem Guðmundur og Arn-
grímur á Melum voru honum samtaka að bera saman og dysja
áðurgreinda nótt. Deponantinn skýrir frá, að hann sé á þrítugasta
og áttunda aldursári, fæddur á Melum hér í sveit, hvar faðir hans
Jón Guðmundsson var bóndi. Kveðst hann hafa allan aldur sinn
alið hér í sveit á ýmsum bæjum.“
Þá var kallaður fyrir réttinn Guðmundur bóndi Jónsson á Mel-
um. Framburður hans er í meginatriðum samhljóða því sem fram
kom hjá Jóni Jónssyni á Eyri. „Hann segir að þó hann sé annars
ekki hneigður fyrir ölföng þá hafi hann og samferðamenn sínir
verið orðnir mjög drukknir er þeir komu á strandstað, og hann
geti ekki munað hver stakk upp á að taka tólkinn og dysja. Þá
heldur hann að tólkur þessi hafi ekki verið mikið yfir 4 fjórðungar
á þyngd. Ekki kveðst vita hvað síðan hafi orðið um tólk þennan og
ei segist hann hafa orðið aðnjótandi hins minnsta af honum.
Hann kveðst ennfremur muna eftir að þegar hann ásamt öðrum
fleirum reið heirn eftir uppboðið hafi Jón bóndi á Eyri tekið upp
skóflu á svonefndu Breiðanesi og flutt heim með sér og hafi Jón
bóndi ei neitt talað um, hvernig hann væri að henni kominn eða
127