Strandapósturinn - 01.06.1988, Side 132
ekki aðeins gjört sig sekan í stuldi tólgarinnar er hann einn hefur
hagnýtt sér, heldur einnig í því að slá heimildarlaust eign sinni á
áðurnefnda skóflu, eins og ennfremur líkur eru framkomnar til
að hann hafi verið hvatamaður til tólgarstuldarins, virðist því
hegning sú sem hann tilunnið hefur, að aðgættum öllum kring-
umstæðum og með hliðsjón aftilsk, lf. apríl Í840 li, gr samanbvið
l,gr og í sambandi við tilsk 24. janúar 1838 4,gr hæfilega ákveðin
2x27 vandarhögg hvar hjá honum ber að vera háðum sérdeilis-
legri gæslu lögreglustjórnarinnar í 16 mánuði.
Hvað snertir brot Guðmundar Guðmundssonar Ingólfsfirði þá
er það þar í fólgið að hann til endurgjalds fyrir ferð sína að
Dröngum tók við einum fjórðung af hinni stolnu tólg eftir að
hann þó var búinn að fá að vita hjá Jóni á Eyri hvernig hún væri
fengin, verður því eigi hjá því komist að dæma hann sekan í
þjófshylmingu, en þar hann fyrst fékk að vita hvernig á áður-
greindri tólg stóð eftir að hann var lagður upp í ferðina, og þar
hann eins og framlagt bréf frá honum til hlutaðeigandi hrepp-
stjóra dags. 22. desember 1866 ber með sér, ótilkvattur gaf upp-
lýsingar um hinn framda þjófnað, hvar hann einnig við fyrsta
réttarhald gaf skýlausa skýrslu, virðist eftir málavöxtum og með
hliðsjón af tilsk 11. apríl 1840 22, gr, í sambandi við tilsk 24. janúar
1838 4,gr, hegning sú sem hann hefur til unnið metin 10 vandar-
högg.
í endurgjald hinnar stolnu tólgar ber hinum ákærðu Jóni
bónda Jónssyni á Eyri, Guðmundi bónda Jónssyni á Melum og
Arngrími Alexíussyni á sama bæ einum fyrir alla og öllum fyrir
einn að borga til sýslumannsins í Strandasýslu 6 ríkisdali og 24
skildinga, en þar er áður umgetin skófla er til skila komin og seld
við opinbert uppboð burtfellur allt endurgjald fyrir hana. Þann af
málinu löglega leidda kostnað ber hinum ákærðu Jóni Jónssyni á
Eyri, Guðmundi Jónssyni Melum og Arngrími Alexíussyni á sama
bæ einum fyrir alla og öllum fyrir einn að greiða að 7/8 en að 1/8
ber hinum ákærða Guðmundi Guðmundssyni að greiða."
130