Strandapósturinn - 01.06.1988, Síða 133
Dómur Landsyfirréttar
Með þessum dómi var málinu þó ekki lokið því til Landsyfir-
réttar er því vísað og þar er það tekið fyrir og kveðinn upp dómur
18. janúar 1869. í dómi Landsyfirréttar er í upphafi rakin ákæra
og héraðsdómur þessa máls, síðan segir orðrétt.
„Héraðsdómarinn hefur heimfært þennan þjófnað hinna
ákærðu undir ll.gr í tilskipun frá 11. apríl 1840, en þessa skoðun
hans getur Landsyfirrétturinn ekki aðhyllzt, því þessi lagagrein
lýtur einungis að þeim þjófnaði frá skipbrotsmönnum sem eftir
hinum eldri lögum tilsk. 21. mars 1705 og 20. febr 1789, var talinn
stórþjófnaður, en þar til útheimtist að hið stolna væri 50 lóða
silfurs eða 25 rd virði en næði hið stolna ekki þeirri verðhæð,
varðaði það einfalds þjófnaðar hegningu. Þar eð nú hið stolna
aðeins var rúmra 6 rd virði leiðir þar af, að hér getur ekki verið um
stórþjófnað frá skipbrotsmönnum að ræða, og stendur því hegn-
ing sú, sem þeir ákærðu eru dæmdir í, ekki í réttu hlutfalli við
tilverknað þeirra, en þá ber að dæma sem seka í einföldum þjófn-
aði. Hvað upphæð hegningarinnar snertir kemur, hvaðJóniJóns-
syni viðvíkur, til greina, að hann, eftir því sem réttargjörðirnar
bera með sér, virðist að hafa verið frumkvöðull að því að tína
saman tólkarmolana og fela þá síðan eins og hann einn fénýtti sér
hið stolna eftir á, án þess að þeir ákærðu, Guðmundur Jónsson og
Arngrímur Alexíusson, tækju nokkra hlutdeild í því, og þar að
auki stal Jón Jónsson einnig skóflunni og hafði hana heim með sér
í þeim tilgangi að hagnýta hana. Jón Jónsson hefur þannig unnið
til meiri hegningar en þeir Guðmundur og Arngrímur, og virðist
hegning hans hæfilega metin eftir málavöxtum til 15 vandarhagga
refsingar og ber undirréttarins dóm, hvað hegninguna snertir,
þessu samkvæmt að breyta.
Hvað þar næst Guðmund Jónsson og Arngrím Alexíusson
snertir er brot þeirra eins og áður er sagt þar í fólgið, að þeir tíndu
með Jóni Jónssyni saman tólkarmola í fjörunni og földu þá en
nutu síðan einskis af tólknum eins og þeir heföu algjörlega gleymt
tilverknaði sínum, enda er sannað að þeir voru mjög drukknir,
þegar þeir unnu verkið. Þeim hafa og geflst góðir vitnisburðir
131