Strandapósturinn - 01.06.1988, Qupperneq 134
fyrir hegðun sína að undanförnu og því mjög sennilegt að of-
drykkja þeirra hafi verið þess einkanlega meðollandi, að þeir
rötuðu í þennan misverknað. Þeim virðist því hæfilega refsað með
10 vandarhöggum.
Hvað Guðmund Guðmundsson loks snertir, þá hefur hann
engan þátt átt að tólkartökunni og einungis verið vitandi um, að
Jón flutti tólkinn heim til sín á bátnum, sem hann hafði fengið að
láni hjá húsbónda Guðmundar, sem léði honum hann (Guð-
mund) sem háseta. Það virðist nú ekki séð með neinni vissu af
réttargjörðum, að Guðmundur hafi fengið að vita, að tólkurinn
var Jóni ófrjáls, því Jón sagði honum ekki annað um tólkinn þegar
hann tók bátinn, sem átti að sækja spýtur frá uppboðinu, en það
að hann hefði ekki keypt hann á uppboðsþinginu, sem haldið var
á skipsgóssinu, og að þeir Guðmundur Jónsson og Arngrímur
Alexíusson hafi verið í verki með honum að bera hann saman, en
Jón sagði honum ekki að þeir hefðu stolið tólkinum. Hér liggur
því ekki fyrir sú hluttaka í misverknaðinum eftir á, sem í lagaskiln-
ingi geti valdið honum ábyrgðar, því þar til útheimtist að hlutað-
eigandi á einn eður annan hátt slái sér saman við misgjörðar-
manninn, og að tilverknaður hans beri blæ af sama eða líku
hugarfari og tilgangi, sem lýsir sér hjá sjálfum höfuðsmanninum
og mótar verknað sem lagabrot, og þegar ennfremur er tekið til
greina að Guðmundur undireins og það fór að kvisast um tólkar-
stuldinn ótilkvaddur ritaði hreppstjóranum bréf og skýrði honum
frá öllum málavöxtum með þeirri hreinskilni og yfirlýsingu af
sakleysis blæ sem fyllilega virðist lýsa því að hann hvorki hafi ætlað
né viljað drýgja lagabrot með því að flytja tólkinn með Jóni á
bátnum. Hann virðist eiga að dæmast sýkn af sóknarans ákærum í
þessu máli þó með þeirri hluttöku í málskostnaðinum sem héraðs-
dómarinn ákveður og sem hvað málskostnað að öðru leyti snertir
ber að staðfesta. Hvað andvirði hins stolna snertir, kynni það að
virðast liggja næst að Jón Jónsson sem aleinn naut hins stolna
greiði líka endurgjaldið, en þar sem Guðmundur og Arngrímur
hjálpuðu Jóni í því að tína saman tólkinn og fela hann og full-
gjörðu þjófaðinn, virðast þeir allir, einn fyrir alla og allir fyrir
einn, eiga borga endurgjald hins stolna.
132