Strandapósturinn - 01.06.1988, Síða 135
Því dæmist rétt vera: Þeir ákærðu Jón Jónsson, Guðmundur
Jónsson og Arngrímur Alexíusson eiga að hýðast, hinn fyrst
nefndi með 15 vandarhöggum, og hinir tveir síðar nefndu hvor
með 10 vandarhöggum. Guðmundur Guðmundsson á fyrir
sóknarans ákærum sýkn að vera. Hvað málskostnað í héraði
snertir á héraðsdómur óraskaður að standa. Þeir ákærðu borgi
þann af áfrýjun leidda kostnað, og þar á meðal til sóknarans P.
Melsted og verjanda Jóns Guðmundssonar 5 rd til hvors um sig í
málafærslulaun, þannig að þeir 3 fyrst nefndu borgi 7/8 en Guðm
Guðmundsson 1/8 þessa kostnaðar. Dóminum ber hvað hið
ídæmda endurgjald snertir að fullnægja innan 8 vikna frá hans
löglegri birtingu og að öðru leyti undir aðför að lögum.“
Málalok
Eins og áður hefur komið fram voru sakborningarnir dæmdir í
6 ríkisdala og 24 skildinga sekt fyrir töku tólgarinnar. Hins vegar
þurftu þeir og að greiða margfalt hærri upphæð í málskostnað
eða 51 dal og 64 skildinga, en þar af fóru 2 dalir til að greiða
höggin 35 í þágu réttvísinnar. Vegna þessara málaferla fóru mörg
bréf milli sýslumannsins í Strandasýslu, Sigurðar Sverrissonar og
amtmannsins í Vesturamtinu, sem þá var Bergur Thorberg. Víst
er, að um þær mundir voru kjör landsmanna í lakasta lagi sökum
hallæra og aflabrests, þannig að margir hefðu orðið hungur-
morða ef ekki hefði notið við gjafakorns frá Danmörku. Það er því
engin furða þótt amtmaður hafi efast um greiðslugetu sakborn-
inganna í Árneshreppi, sem bjuggu í útkjálkahéraði norður við
íshafið. Lúta fyrirmæli hans í bréfi frá 23. mars 1870 að því efni:
„ . . . En ef málskostnaðurinn eður nokkur hluti hans eigi getur
fengizt af eigum hinna ákærðu sökum örbirgðar þeirra, þá megið
þjer taka það, sem til vantar til þess að yðar reikningur fáist
borgaður, að viðlögðu hirtingarkaupinu, af eptirstöðvum þeim,
sem hjá yður eru af jafnaðarsjóðsgjaldinu frá Strandasýslu árið
1869 að því leyti þær tilhrökkva, móti því að þjer sendið amtinu
bæði exemplör3> reikninganna kvittuð, ásamt kvittun fyrir hirt-
3) Eintök
133