Strandapósturinn - 01.06.1988, Síða 137
Ingólfur Jónsson frá Prestsbakka
Nærmyndir
Legið á hálsi
„Mér var legið á hálsi að hafa ekki tekið við jörðinni af föður
mínum látnum og stuðla að því að hún færi ekki í eyði þegar hann
félli frá,“ sagði reykvískur verkamaður, Bjarni að nafni, við mig,
þar sem við sátum í kaffihléi á hafnargarðinum í Reykjavík og
drukkum kaffi úr brúsum sem við höfðum haft meðferðis í Breta-
vinnuna júlídag nokkurn árið 1941.
„Hvað kom til að þú vildir ekki gerast bóndi“, spurði ég þar sem
ég sat við hlið hans. „Ég var alltaf svo heyhræddur," sagði hann,
„og þessi fjandi ágerðist með hverju ári.“ „Heyhræddur,“ endur-
tók ég, því það orð hafði ég aldrei fyrr heyrt.
„Já ég óttaðist alltaf heyleysi og það var mér slík kvöl síðustu
árin, sem ég var hjá föður mínum, að ég ákvað að fara hingað
suður á mölina frekar en að bíða þess heima á hverjum vetri.“
„Hefur þér þá vegnað vel hér,“ spurði ég hæglátlega. „Vel og
illa má segja. Ég hefi alltaf haft nóg að gera, á orðið sæmilega íbúð
konu og íjögur börn, en enn hrekk ég upp úr svefni við þá
tilfinningu að ég sé orðinn bóndi og sjái fram á heyleysi á hörðu
vori.
Þessi ljandi ætlar aldrei að yfirgefa mig og veit ég þó ekki betur
en nú séu kofarnir að hrynja saman á jörðinni hans pabba og þar
dvelja ekki aðrir en smáfuglar og einstöku hrafnar, er ekki eigi
lengur von á gömlum manni, sem bar þeim matarúrgang í aflóga
hundsdalli úti á hlaðvarpa.
En fari það allt og veri, nú er kaffitíminn á enda,“ sagði hann og
kvaddi, hávaxinn maður og kraftalegur en með áberandi þreytu-
135