Strandapósturinn - 01.06.1988, Side 138
drætti í veðurbörðu andliti og enginn sem hann þekkti þurfti að
draga í efa að Bjarni Jónsson frá Fremsta-Gili væri í raun enn
bóndi í hjarta sínu og heyrði í gegnum svefninn hvísl vindsins í
nýsprottnu túngresi heima á innsta bænurn í dalnum norðan
heiða.
Leiðin heim
Við höfðum mælt okkur mót niður við Höfn en þar átti amer-
ískt skip að leggja frá undir lágnættið. Ég varð í seinna lagi því að
ég kveinkaði mér við að segja Kristjáni eins og var, að ég væri
hættur við að ráða mig í starfið, hættur við að sigla með í væntan-
legum Múrmanskferðum, þar sem annaðhvert skip var skotið
niður að því að sagt var.
Já ég var hættur við þetta allt saman, því að eitt símtal norður við
móður mína hafði sannfært mig um að ég gæti ekki gert henni það
á móti skapi að setja mig að óþörfu í lífshættu fyrir menn sem ég
þekkti ekkert til. En hvað varð þá um allar ráðagerðir okkar
Kristjáns um að verða ríkir í dollurum og koma svo heim með
nýjan bíl og kaupa hús eða jörð úti á landi? Það yrði hægðarleikur
þegar gull Kanans fyllti vasa okkar.
Nú, og hættan, við vorum ungir og hættan var líka spennandi
og auðvitað kom ekkert fyrir okkur, bara einhverja aðra, sem við
þekktum hvorki haus né sporð á.
Já allt þetta höfðum við margrætt og nú var ég kominn til að
segja að ég væri hættur við allt saman.
Já, þarna stóð Kristján við uppgöngustigann og beið mín. Ég
flýtti mér til hans og sagði „Stjáni ég get ekki farið.“
„Nei, ég vissi það,“ sagði hann „því þú ert á leiðinni heim“ en ég
fer og þú skilar kveðju til sumarkærustunnar þinnar. Við sjáumst
þegar ferðinni lýkur hjá mér og leiðin liggur heim aftur.“
Hann hljóp upp rimlastigann, sem lá upp að borðstokk skipsins,
og hvarf mér brátt sjónum íturvaxinn ljóshærður piltur, sem
kunni best við sig á sjó, þótt hann hefði nú um tíma ekið bifreið
fyrir annan á Bifreiðastöðinni Geysi, þar sem ég var afgreiðslu-
maður þetta ár, árið Í943.
136