Strandapósturinn - 01.06.1989, Qupperneq 18
véla eykst ár frá ári. Einkum hafa þær náð útbreiðslu í Hrútafirði.
Þessi verkunaraðferð hefur gefíst rnjög vel, en stofnkostnaður er
mikill. Að vanda hófst sauðijárslátrun í öllum sláturhúsum sýsl-
unnar um rniðjan september. Eftirfarandi tafla sýnir fjölda slátur-
fjár, meðalfallþunga dilka og flokkun falla í úrvalsflokk og „fitu-
flokka“ í einstökum sláturhúsum.
Tafla 1.
Fjöldi sláturfjár, meðalfallþungi dilka og flokkun falla í úrvals-
flokk og „fituflokka“ í Strandasýslu 1989.
meðalþ. gæðamat (% kjöts)
Sláturhús fjöldi (kg). Úrv. DIB DIC
Borðeyri 15.085 15,50 3,0 12,3 3,7
Óspakseyri 6 949 15,44 8,3 5,7 1,1
Hólmavík 18.300 16,00 5,8 11,0 0,6
Norðurfj. 3.607 15,80 2,5 10,4 4,4
SAMTALS 43.941 15,72 4,9 10,6 2,1
í haust var slátrað svipað mörgu fé og haustið 1988. Þó var þetta
mjög misjafnt eftir sláturhúsum. Þannig var nú slátrað rúmlega
1000 kindurn færra á Borðeyri en árið áður, en hins vegar fjölgaði
sláturfé á Hólmavík um rúmlega 1200. Fækkun á Borðeyri má
einkum rekja til samkeppni við nærliggjandi sláturhús, en fjölg-
unin á Hólmavík var aðallega vegna sláturijár úr Reykjaríjarðar-
og Ögurhreppum í Isafjarðardjúpi, sem nú var flutt til Hólmavík-
ur í fyrsta sinn. Þessir hreppar liggja vestan við svonefnda
Mjóafjarðarlínu sauðfjárveikivarna, og hefur flutningur slátur-
ijár þaðan til Hólmavíkur ekki verið leyfður fyrr en nú. Þessu fé
var slátrað undir sérstöku eftirliti sauðijárveikivarna í lok slátur-
tíðar.
Eins og árið áður var töluvert selt af líflömbum úr Strandasýslu í
haust, bæði úr Arneshreppi og Kirkjubólshreppi. Þessi lömb fá
16