Strandapósturinn - 01.06.1989, Blaðsíða 92
klúbbsins í Reykjavík. Mér kom því Björn fyrst í hug, er ég rifjaði
upp nöfn kunningja minna, þeirra er líklegir voru til að leggja
umræddu málefni lið. Hringdi ég til hans eitt skammdegiskvöld
og spurði hann formálalaust, hvort hann vildi taka þátt í að stofna
átthagafélag Strandamanna á höfuðborgarsvæðinu, ef almennur
áhugi reyndist fyrir slíkum félagsskap. Björn svaraði að bragði að
hann væri hlynntur slíkri stofnun og það sem meira var, — hann
vissi jafnframt af þriðja manni, sem fús væri að leggja hönd á
plóginn í þeim efnum. Hló mér hugur í brjósti við svarið og fýsti
að vita um hvaða mann væri að ræða. Nefndi Björn þá nafn
Þorsteins Matthíassonar skólastjóra frá Kaldrananesi. Fannst mér
þá enn betur horfa fyrir málefni okkar, því að kunnugt var að
Þorsteinn naut sín einkar vel á sviði félagsmála vegna ritleikni
sinnar og málsnilldar. Áður en símtali okkar Björns lauk höfðum
við komið okkur saman urn að fá Þorstein til skrafs og ráðagerða
með okkur um félagsstofnunina við fyrsta tækifæri.
Undirbúningsnefndin
Björn Benediktsson hafði sem formaður Tafl- bridgeklúbbsins
aðgang að hentugu húsnæði til að halda nefndafundi. Það var
uppi á efsta lofti Edduhússins við Lindargötu. Þorsteinn Matt-
híasson kom á fyrsta fund okkar með góðan liðsmann, sem hann
kynnti fyrir okkur Birni. Það var Sigvaldi Kristjánsson kennari frá
Kjörseyri. Þegar til kastanna kom reyndist hann bæði ötull og
úrræðagóður. Svipað mátti og segja um annan Hrútfirðing, sem
gekk fljótlega til liðs við okkur. Á ég þar við Harald Guðmundsson
frá Kollsá, er þekktur var sem ráðherrabílstjóri. Er nú ekki að
orðlengja það, að þessi sjálfskipaða 5 manna nefnd tók til óspilltra
málanna við það verkefni að undirbúa félagsstofnun og voru
nokkrir nefndarfundir haldnir í því skyni.
Þeir Þorsteinn og Sigvaldi lögðu fram mikla vinnu við að yfír-
fara manntalið frá 1951 og komust að raun urn að þá voru 550
Strandamenn heimilisfastir í Reykjavík, auk þeirra, sem dvöldu
þar við nám eða störf um stundarsakir. Að því búnu var kannað,
90