Strandapósturinn - 01.06.1989, Qupperneq 106
ur, og var þá sjálf hrókur alls fagnaðar. Auk þess var Elínborg
alltaf svo tígulega klædd, að hún minnti mann ósjálfrátt á góðu
drottningarnar í ævintýrunum. Hún gekk að staðaldri í upphlut,
og það var nú engan veginn hversdagsklæðnaður húsfreyjanna á
Borðeyri. Þegar ég lít aftur til þessara tíma, fmnst mér að Elínborg
hljóti að hafa verið einstök dugnaðar- og mannkostakona.
Næstu nágrannar okkar á Borðeyri voru hjónin Guðmundur
Þórðarson og Ragnheiður Sigurðardóttir. Þau áttu stóran barna-
hóp á okkar reki, og var skiljanlega talsverður samgangur milli
heimilanna. Guðmundur var lagtækur vel og hafði komið sér upp
dálítilli smíðakompu, þar sem hann dútlaði oft við smíðar. Ragn-
heiður var atorkukona, kát að jafnaði og hláturmild. Mér er enn í
minni, hve dátt hún hló stundum að ýmsum uppátækjum okkar
krakkanna. Hún var ein af þessum alþýðukonum, sem láta baslið
sem fylgir erfíðum tímum ekki beygja sig né heltaka lífsgleði sína;
hlýtur þó aðstaða hennar að hafa verið að ýmsu leyti erfíðari fyrir
þá sök, að hún var aðflutt í plássið af öðru landshorni, þar sem
staðhættir voru allt aðrir.
Eg sagði fyrr, að allblómlegt mannlíf hefði verið á Borðeyri um
þessar mundir. Það var haldið þar uppi leikstarfsemi, og mál-
fundir og skemmtisamkomur fóru þar fram öðru hvoru. Skák-
áhugi var talsverður, og stundum voru tefldar símskákir við önn-
ur kauptún, t.d. Hvammstanga. Iþróttir, og þá einkum knatt-
spyrna, voru vinsælar og talsvert iðkaðar. Þótt þetta væru
atvinnuleysisár og kreppan illræmda setti auðvitað sitt mark á
lífsbaráttu alls þorra fólks, urðum við krakkarnir ekki svo mjög
varir við það. Alþýðufólkið reynir í lengstu lög að þyrma börnum
sínum við áhyggjum og öryggisleysi á erfiðum tímum. Eina at-
vinna daglaunamanna mátti heita upp- og útskipunarvinna og
sláturhúsvinnan á haustin. Kaupfélagið var nánast eini vinnu-
veitandinn. Áreiðanlega var oft þröngt í búi hjá sumum fjölskyld-
um, en nokkra björg var þó hægt að fá úr sjó með tiltölulega
auðveldum hætti. Fiskur gekk þá inn eftir öllum fírði, og oft mátti
fá sæmilegan afla fáein áratog frá landi. Koli var talsvert veiddur í
net á vorin. Einu dálítið skondnu atviki man ég eftir í sambandi við
kolaveiðarnar. Pabbi átti smáskektu og kolanet, en nú vildi svo til
104