Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.1995, Blaðsíða 103

Strandapósturinn - 01.06.1995, Blaðsíða 103
leidd gufa frá stórum grútarpotti sem kynt var undir. Guðmund- ur Magnússon sagði: „Faðir minn sá um kyndinguna og lét ekki standa upp á sig við það verk frekar en önnur sem hann tók að sér, blessaður. Og Magnús bróðir minn vann við viðgerðina eftir því sem hann hafði tíma til frá öðrum störfum s.s. sjóróðrum, en Guðjón var þar að störfum allan tímann. Hann sá t.d. alveg um kalföttun sem var feykilega mikil vinna, ásamt þeim pabba og Finnboga. Ég minnist þess svo að kalföttunin hafi verið mesta og erfiðasta vinnan. Guðjón vann einnig við aðrar smíðar og það kom þarna sannarlega í Ijós hve vel hagur hann var. Ég held að faðir minn hafi unnið bæði daga og nætur á meðan viðgerð stóð yfir og dró hann ekki af sér þegar hann tók til hendinni." Verkið hafði gengið nokkuð vel miðað við aðstæður en ekki var hægt að stunda viðgerðir yfir háveturinn, bæði vegna veðurs en ekki síst vegna þess að í Káravíkina safnast mikill snjór, svo mikill að hann gengur allt í sjó fram þegar snjóþungt er. A Ströndum er slíkt kallað móður. Fór því svo að snjór huldi alveg skipið báða veturna sem það stóð uppi og varð því að passa vel upp á að þungi hans bryti ekki bugspjótið, einnig kallað spruð, sem stóð langt fram af stefni skipsins. Þurfti Magnús því ærið oft að moka ofan af bugspjótinu. Varði hann það og annað viðkvæmt með því að byggja snjóhelli yfir svo minna þyrfti að moka í hvert skipti. Enda þótt strax væri byrjað á viðgerð varð að bíða vors árið 1924 þar til hún kæmist í fullan gang. Þótt keppst væri við um sumarið náðist ekki að ljúka viðgerðinni fyrir veturinn og ljóst að skipið varð að hafa aðra vetursetu í Káravík. En um vorið 1925 var verkið svo langt komið að fyrirséð var að því yrði lokið fyrir heyannir. I byrjun maí var Þórólfur á Hjalla í Litlu-Avík fenginn til að hjálpa Guðjóni við að moka allan snjó frá skipinu og síðan grafa skurð fram úr fjörukambinum og niður í fjöru til að fá strax halla niður að sjónum. Þann 4. júlí var Heklan sett niður. Henni var haldið á réttum kili með því að strengir voru strengdir úr talíum sem festar voru hátt í mastrið. Annar strengurinn var festur í bjarg inn við Nátt- haga en hinn í akkeri sem fest var í klettana fyrir utan Káravík. Halla skipsins var síðan stjórnað með talíunum upp í skipinu. 101
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156

x

Strandapósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.