Hinsegin dagar í Reykjavík - 01.08.2014, Qupperneq 21
Þegar nýsjálenski leikstjórinn Grant Lahood ákvað að gera
heimildarmynd um líf intersex fólks vissi hann fátt um intersex og
gerði ráð fyrir að það væri mjög sjaldgæft ástand. Það var áður
en hann hitti Mani Bruce Mitchell, fyrstu „opinberu“ intersex
manneskjuna á Nýja-Sjálandi, sem einnig er þulur myndarinnar.
Lahood komst að því að undir intersex-regnhlífina fellur margs
konar líkamsgerð og að ástandið er í raun fremur algengt. Til
dæmis fæðast um það bil 1 af hverjum 2000 börnum með „óræð“
ytri kynfæri og því er svarið við spurningunni sem langflestir spyrja
þegar barn fæðist – „er það strákur eða stelpa?“ – alls ekki einfalt.
Í heimildarmyndinni Intersexion birtast viðtöl við fjölmarga
intersex einstaklinga úr ólíkum heimshornum og áhorfendum
er veitt innsýn í heim fólks sem passar ekki snyrtilega inn í
kynjaflokkunarkerfið og hina hefðbundnu skiptingu í karl- og
kvenkyn. Myndin er persónuleg, hjartnæm, hreinskilin og fyndin
athugun á viðfangsefni sem enn þann dag í dag er mikið tabú.
When the director Grant Lahood started the journey of making
the documentary Intersexion, he did not know too much
about intersex, and assumed, like so many others, that it was
something that was very rare. That was before he met Mani
Bruce Mitchell, New Zealand’s first “out” intersex person, who
is also the presenter of the film. Lahood discovered that the
various conditions that fall under the banner of intersex are far
from unusual. For example, approximately 1 in 2000 babies are
born with ambiguous genitals, and there is thus no easy answer
to the question most of us ask when a baby is born: “Is it a boy
or a girl?”
While making Intersexion, Lahood interviewed intersex
people from all over the world, and the film takes a look into the
world of people who do not fit neatly into the male or female
category. The resulting documentary is a personal, moving, frank
and funny exploration of a subject that is still very much a taboo.
Intersexion
Heimildarmynd / Documentary and Q&A
Að sýningu lokinni mun Kitty Anderson sitja fyrir svörum
Mani Bruce
Mitchell, fyrsta
„opinbera“ intersex
manneskjan á
Nýja-Sjálandi
Bíó Paradís / Bíó Paradís cinema
Þriðjudaginn 5. ágúst kl. 21.00 / Tuesday 5 August at 9 p.m.
Aðgangur ókeypis / Free admission
#pinkiceland
40