Saga - 2012, Síða 74
líta megi á bókina sem kennslubók í matreiðslu erlendra rétta og
hún hafi líklega ekki haft mikil áhrif á matargerð á landinu.7 Ekki er
vitað um útbreiðslu bókarinnar á Íslandi, en staðfest er að 332 ein-
tök voru prentuð af henni á sínum tíma.8
Verslunarbókin frá 1784, með listum yfir sérpantaða matvöru,
gefur einstakt tækifæri til að skoða hvað hefði verið hægt að elda af
þeim réttum sem matreiðsluvasakverið kynnir. Verðskrárnar 1702
og 1776 sýna hvaða nauðsynjavöru átti að flytja inn, en afar lítið er
almennt vitað um innflutning á munaðarvöru. Í nokkuð nákvæmri
lýsingu á mataræði almennings frá 1783 víkur Þórarinn Liljendal að
mataræði hefðarfólks, sem hann kallar svo. Hann telur það greini-
lega í of miklum mæli lagað að háttum Kaupmannahafnarbúa en
ekki segir nánar hvað í því felst. Hann segir aðeins:
Hefðarfólk mun ég ekki einu sinni nefna hér, þar sem flest af því sem-
ur sig eins og það getur að lifnaðarháttum eins og tíðkast í Kaup -
mannahöfn, en ég læt öðrum eftir að dæma hversu mjög það er í sam-
ræmi við hagsmuni landsins.9
Verslunarbókin frá 1784 gefur því kærkomið þversnið af sér-
pöntuðum varningi, því munaðarvörur bárust til landsins þótt þær
væru ekki skráðar í vöruskrá og voru þá flokkaðar sem svokallaðar
pöntunarvörur — bestillingsgods eða commissionsgods — hjá kaup-
manni. Í grein Ólafs Stephensens amtmanns árið 1787 um jafnvægi
bjargræðisveganna nefnir hann þessar vörur gjarnan „ofeydslu- og
oflætisvarníng“.10 Þar skrifaði hann um hversu skaðlegt óhóf og
ofneysla matar og drykkjar væri fyrir bjargræðisvegi landsins.
hrefna róbertsdóttir72
7 Nanna Rögnvaldardóttir, „Ritdómur: Hallgerður Gísladóttir. Íslensk matar-
hefð; Marta María Stephensen. Einfalt matreiðsluvasakver fyrir heldri manna
húsfreyjur“, Saga XXXVIII:1 (2000), bls. 307–308 og 311.
8 Af þessum 332 útgefnu eintökum fékk Stefán Stephensen 31 eintak í laun fyrir
formálaskrifin. Lbs-Hbs. Ólafur Pálmason, Magnús Stephensen og bókmennta -
starfsemi hans. Magistersritgerð í íslenskum fræðum frá Háskóla Íslands 1963,
bls. 264.
9 Þórarinn S. Liljendal, „Um algengustu fæðu bænda og vinnufólks á Íslandi“,
prentað í Sveinbjörn Rafnsson, „Um mataræði Íslendinga á 18. öld“, Saga XXI
(1983), bls. 86.
10 Ólafur Stefánsson, „Um Jafnvægi Biargrædis-Veganna á Islandi“, Rit þess
íslenzka Lærdómslistafélags. 7. 1786 (Kaupmannahöfn: Hið íslenzka Lærdóms -
listafélag 1787), bls. 128. Sjá einnig umfjöllun í Jón Sigurðsson, Mikilhæfur
Saga haust 2012_Saga haust 2004 - NOTA 27.11.2012 10:47 Page 72