Saga - 2012, Side 90
til landsins og var því ljóslega mjög lítill hluti heildarinnar. Vöru -
heitin, sem pöntuð voru, voru hátt á sjöunda hundrað og eru þá tal-
in flest afbrigði og sérútgáfur af hinum ýmsa varningi. Í sjálfum
verslunartaxtanum 1776 er getið um 100–150 vörutegundir, eftir því
hvernig talið er. Grunntegundirnar eru ríflega 100, en að auki er um
að ræða ýmsar stærðir, liti og afbrigði í mörgum tilvikum. Í töflu 1
má sjá yfirlit yfir vöruflokka sem ég hef greint sérinnflutta varning-
inn í, þótt tölfræðileg framsetning slíks varnings segi lítið til um
hvaða vörur um er að ræða, magn þeirra eða hvaða merkingu þær
höfðu fyrir þá sem þær höfðu undir höndum.
Stór hluti varningsins er mjög sértækur, í hvaða flokki sem er, og
gefur bókin nokkuð aðra mynd en þá sem fá má af vöruúrvali í
hrefna róbertsdóttir88
krónur. Sjá Hagskinna, bls. 441 (Tafla 10.5. Verðmæti og magn innfluttra vöru-
tegunda 1625–1819). Samkvæmt upplýsingum um umreikning ríkisbankadala
yfir í gamlar krónur var 1 rbd = 2 gkr. Hagskinna, bls. 925. Í verslunarbókinni
er skammstöfunin fyrir verðeininguna „Rdr“.
Tafla 1. Sérpantaðar vörutegundir til Íslands árið 1784
Hlutfall af fjölda
Fjöldi sérinnfluttra
Vöruflokkar vörutegunda vörutegunda
Byggingarvörur og hafnarvörur 75 11,3
Litunarefni, málningar- og festiefni 24 3,7
Handverksvörur fyrir verkstæði
Innréttinganna 33 4,9
Áhöld og búsáhöld 102 15,3
Húsgögn og borðbúnaður 37 5,5
Föt, textílar og áhöld í ullarvinnslu 103 15,4
Pappír, bækur og skrifvörur 70 10,5
Matvara 82 12,2
Plöntur og fræ 28 4,2
Lækningaefni 65 9,8
Ýmislegt 37 5,5
Óvíst 11 1,7
Alls 667 100
Heimild: DRA. Real.komm. 455 Inventarbog for det Islandsk-Finmarkske udredn-
ingskontor 1783–1784, nr. 391.
Saga haust 2012_Saga haust 2004 - NOTA 27.11.2012 10:47 Page 88