Saga - 2012, Qupperneq 101
enn frekar stigu við ofneyslu almennings með tilskipunum, en það
hlaut ekki náð fyrir augum stjórnarmanna í Kaupmanna höfn.95
Einnig hefur verið kannað hvernig viðhorf til neyslu munaðarvarn-
ings þróaðist frá lokum 18. aldar til loka 19. aldar. Í lok 18. aldar var
gagnrýni á almúgann fyrir neyslu munaðarvara mest áberandi, en
gert ráð fyrir að embættismenn og þeir sem töldust til yfirstéttar-
innar á Íslandi hefðu ákveðinn munaðarvarning umleikis. Hug -
mynda fræðilega var þessi afstaða til stéttskiptrar neyslu reist á
kristnum grunni en boðskapurinn var sá að neysla munaðarvöru
væri skaðlegri almenningi og fátæku fólki en þeim sem betur væru
settir.96 Sú munaðarvara sem oft var vísað til í þessu sambandi var
oft flutt inn sem taxtavara, svo sem áfengi, tóbak og dýr klæði. En
hvaða hópur manna var það sem keypti hina sérpöntuðu vöru
1784? Var það almúgi og venjulegir bændur eða aðallega embættis-
menn, kaupmenn og efnamenn?
Kaupendur í krambúðunum
Í pöntunarlistunum fyrir hverja höfn eru sérpöntunarvörur jafnan
tilgreindar í þrennu lagi. Í fyrsta lagi er listi yfir pöntun frá
krambúðinni sjálfri og þá oft líka fyrir skipin sem verslunin hafði á
sínum snærum. Þar næst kemur listi yfir almennar pöntunarvörur
fyrir ónafngreinda einstaklinga og að lokum nafnalisti yfir nokkra
nafngreinda landsmenn sem pantað hafa vörur. Í helmingi tilvika er
því miður enga nafnalista að finna fyrir hafnirnar.97 Ályktanir, sem
dregnar verða af búsetu og félagslegri samsetningu þeirra sem
kaupa, eiga því í raun aðeins við helming landsins, auk þess sem
sjaldnast voru allir nafngreindir sem pöntuðu vörur. Samt verður
munaðarvara og matarmenning 99
95 Lýður Björnsson, „Hvað er það sem óhófinu ofbýður?“, Saga XXI (1983), bls.
88–101.
96 Lbs.-Hbs. Sigurður Högni Sigurðsson, Munaðarvörur á Íslandi á 18. og 19. öld
og viðhorf til þeirra, bls. 6–8, 13–17 og 23 –24.
97 Ekki er greint frá nöfnum þeirra sem pöntuðu vörur í höfnunum í Keflavík,
Hafnarfirði, Búðum, Stapa, Ólafsvík, Grundarfirði, Patreksfirði, Bíldudal,
Reykjarfirði, Skagaströnd, Eyjafirði, Vopnafirði og Húsavík. Þetta er líklega
verklagsmunur milli hafna en ekki endilega vísbending um að enginn hafi
pantað undir eigin nafni frá þessum stöðum á landinu. Verslunarbókin verður
til sem yfirlit yfir þær vörur sem þurfti að senda til Íslands, svo nafnalistarnir
hafa ekki verið nauðsynlegir fyrir pakkhússtjórann í Kaupmannahöfn sem tók
saman bókina.
Saga haust 2012_Saga haust 2004 - NOTA 27.11.2012 10:47 Page 99