Saga - 2012, Qupperneq 171
jón karl helgason
Doktorsritgerð Ólafs Rastrick er, svo vitnað sé til inngangskaflans,
söguleg athugun á menningarstefnu á Íslandi og fjallar um gagnvirkt
samspil menningarsviðs í mótun og samfélagslegs valds. Markmiðið er
að greina hvernig reynt var með uppbyggingu þekkingar og stofnana
að beita listum til að móta hegðun og hugsunarhátt almennings á
Íslandi og öfugt, hvernig svið lista og menningararfs mótaðist af sam-
félagslegum markmiðum og útfærslu þeirra (bls. 7).
Þótt aðeins sé fengist við tuttugu ára tímabil í íslenskri sögu, frá 1910 til
1930, er þetta viðamikið og flókið viðfangsefni. Ólafi auðnast engu að síður
að fjalla um það með gagnlegum og upplýsandi hætti í tveimur meginhlut-
um ritgerðarinnar, sem eru hvor um sig um hundrað síður að lengd en í
heild er ritgerðin 281 blaðsíða. Að mínu mati er einn af kostum ritgerðar-
innar sá hve hnitmiðuð hún er, enda byggð á skýrri sýn á efnið. Ég vil taka
skýrt fram að ég er ekki að biðja um aðra bók en þá sem hér liggur fyrir.
Engu að síður hefði verið æskilegt að fá ítarlegri umfjöllun um einstök
viðfangsefni, en svo eru önnur sem Ólafur vekur athygli á en eðlilegt er að
bíði frekari rannsókna. Um hvort tveggja hyggst ég ræða hér á eftir.
Í inngangi verksins segir að einn af hvötum rannsóknarinnar hafi verið
„áhugi á að skilja þá andúð í garð módernisma í listum sem gætti fram eftir
tuttugustu öld í viðhorfum margra málsmetandi manna sem tjáðu sig opin-
berlega um menningarmál“ (bls. 15). Ólafur fellur þó ekki í þá gryfju að
lýsa yfir vanþóknun á afturhaldssemi þeirra sem lýstu sig andsnúna fram-
úrstefnu í listum og ýmsum öðrum fylgifiskum nútímans á öðrum og
þriðja áratug aldarinnar. Hann bendir réttilega á hve villandi það getur
verið að meta sögulega framtíðarsýn fyrri tíðar manna á forsendum þess
sem síðar hafi átt sér stað: „Valkostir við þá samfélagsþróun sem „varð“,“
segir hann, „eru þannig séð fyrirfram skilgreindir sem fantasíur, ekki í takt
við samfélagsþróunina“ (bls. 74). Að þessu leyti sker rannsókn hans á tíma-
bilinu sig úr ýmsum fyrri rannsóknum, ekki síst á sviði bókmenntasögu.
Meðal þess sem Ólafur leggur áherslu á er að ólíkir hópar manna, sem þátt
taka í menningarumræðunni á þessum tíma, deila sama samfélagslega
umbótaviljanum. Hann lýsir þessu vel í fjórða kafla, í lokin á áhugaverðum
samanburði á skrifum Guðmundar Finnbogasonar um andlitsfarða og
skrifum Halldórs Laxness um þrifnað á Íslandi: „Ef horft er til menningar-
umræðu þriðja áratugarins, ekki á forsendum átaka þess þjóðlega og þess
alþjóðlega, þess gamla og þess nýja, heldur sem menningarlegra umbóta-
tilrauna og áhuga á að móta samfélag og sjálfsveru íbúa landsins, má
greina ákveðinn samhljóm í viljanum til að byggja upp siðferðilega fágað
samfélag“ (bls. 79).
andmæli 169
Saga haust 2012_Saga haust 2004 - NOTA 27.11.2012 10:47 Page 169