Saga - 2012, Blaðsíða 185
kynslóð sem lifðu þá breytingu að þróast úr sveita- í þéttbýlisprest án þess
að skipta um brauð, vegna þess að þéttbýli myndaðist í prestakallinu og
jafnvel á landareign prestsetursins. Þessi þróun er vel að merkja ein af skýr -
ingum þeirra langvinnu deilna sem stóðu um verðmæti kirkjujarða og
endur gjald fyrir þær á 20. öld. Skipulagsstörfin á Siglufirði vann Bjarni sem
umráðamaður prestsetursins á Hvanneyri. Sveitarstjórnarmálunum að öðru
leyti sinnti hann svo lengst af sem einn af örfáum menntamönnum byggðar-
lagsins og gekk þar inn í hlutverk sem íslenskir prestar gegndu langt fram
á 20. öld. Starfssaga Bjarna Þorsteinssonar varpar því ljósi á samþættingu
íslensks samfélags um hans daga en jafnframt á upphaf þeirrar sundur-
greiningar og sérhæfingar sem hófst í tíð Bjarna. Að þessu leyti býr hún yfir
athyglisverðri félagssögulegri vídd. Hugsanlega hefði mátt draga hana
skýrar fram í verkinu.
Innsýn í aðra félagssöguvídd má fá með því að skoða uppvaxtarsögu
Bjarna og leið hans til mennta. Þorsteinn faðir hans var af fátækum foreldr-
um en átti til ríkra að telja og ólst upp í skjóli þeirra á kirkjustað. Hann stóð
þó ekki til erfða og féll í fátæktarbasl, sem líklega varð honum tilfinninga-
lega ofviða. Að frumkvæði móður sinnar og fyrir eigin metnað og hyggju-
vit komst Bjarni þó til mennta og þar með inn í embættismannastétt landsins.
Leiðin var honum ekki að skapi en var sú greiðasta fyrir efnalitla mennta-
menn fram á 20. öld. Þessa nýju þjóðfélagsstöðu sína styrkti Bjarni svo frek-
ar með mægðum inn í embættismannastéttina, er hann loks náði að kvænast
heitkonu sinni til margra ára, Sigríði Lárusdóttur Blöndal sýslumannsdótt-
ur frá Kornsá í Vatnsdal. Saga þeirra feðga, Þorsteins og Bjarna, varpar ljósi
á þann félagslega hreyfanleika sem löngum var til staðar í hinu einsleita
íslenska samfélagi. Þegar grannt er skoðað ferðuðust einstaklingar bæði upp
og ofan þjóðfélagsstigann.
Þá má benda á menningarsögulega vídd í ævisögu Bjarna. Af æsku
hans, uppvexti og námi má ráða að hann hafi verið menningarlega tví-
tyngdur, þ.e. bæði haft innsýn í menningu alþýðunnar og hina lærðu menn-
ingu sem skólaganga var lykill að. Í þessu sambandi er stundum rætt um
„litla“ og „stóra menningu“. „Litla menningin“, menning alþýðu sem er
miðlað munnlega og ber sín sérkenni á hverjum stað, landshluta, mállýsku -
svæði, héraði, hrepp eða sókn, staðbundin en þó að mestu tilbrigði um sama
stef. Gott dæmi um birtingarform slíkrar „lítillar menningar“ er þjóðlaga-
arfurinn sem Bjarni lagði svo drjúgan skerf til að varðveita. „Stóra menn-
ingin“ er hins vegar sú bóklega menning sem einstaklingar öðlast einkum
hlutdeild í með skólalærdómi. Þetta menningarlega tvítyngi kemur ljóslega
fram í tónlistarstörfum Bjarna. Vissulega er hann einn úr hópi mennta-
manna sem um svipað leyti söfnuðu og skráðu menningararf þjóðar sinnar
og þar með hluti af samevrópskri vakningu í kjölfar rómantísku stefnunn-
ar. Það er hins vegar athyglisvert hvernig hann tekur jafnframt þátt í að
byggja upp lærða tónlistariðkun í landinu á sama tíma og hann skráir
ritdómar 183
Saga haust 2012_Saga haust 2004 - NOTA 27.11.2012 10:47 Page 183