Saga


Saga - 2013, Page 97

Saga - 2013, Page 97
þó að „lögregluþjónarnir fengju skot í magann“, ef þeir skiptu sér af kvennamálum breskra og kanadískra hermanna. Þá væri tilgangs- laust að hefja eftirlit með kvenfólki bæjarins „fyrr en komið hefði verið upp hælum handa þeim stúlkum, sem verst yrðu úti af þessum völdum.“ Jóhanna segir að af þessum sökum hafi ráðningu hennar verið frestað, en ákveðið „fyrir tilstilli“ Hermanns Jónas - sonar, forsætis- og dómsmálaráðherra (Framsóknarflokki), að hún gerði „tilraun til þess að rannsaka siðferðisástand í bænum“.6 Þessi aðdragandi að ráðningu Jóhönnu sýnir að lögreglustjórinn og dómsmálaráðherrann töldu erfitt að grípa til róttækra ráðstafana til að hindra samskipti kvenna við hermenn, nema með því að fá almenning til liðs við sig. Hermann Jónasson hafði hlotið gagn rýni frá hægri og vinstri fyrir að hvetja landsmenn til að taka breskum hermönnum sem „gestum“ á hernámsdaginn 10. maí og um haustið 1940 voru merki um vaxandi andúð landsmanna á ástandinu. Hermann hafði því ástæðu til að reka af sér það orð að hann sýndi hernámsliðinu óhóflega gestrisni, eins og stjórnarandstaðan, Sósíal - istaflokkurinn undir stjórn kommúnista, sakaði hann um. Flokk ur - inn hélt uppi hörðum þjóðernisáróðri gegn ríkisstjórninni, í samræmi við fyrirmæli Alþjóðasambands kommúnista (kominterns) og griðasáttmála Sovétríkjanna og Þýskalands, og fjandskapaðist við Breta. Þótt sósíalistar fordæmdu á þessum tíma stjórnvöld og hermenn fyrir ástandið, en ekki konur, gátu þeir hugsanlega notfært ástandið og yfirvöldin 95 6 ÞÍ. Ue. B 1/25. Jóhanna knudsen til Ólafs Lárussonar 13. janúar 1944. Í þessu trúnaðarbréfi er að finna ítarlegasta yfirlitið yfir störf Jóhönnu og lýsingu hennar á stormasömum samskiptum við ráðamenn og forráðamenn barnaverndarmála. Jóhanna taldi þessa menn flesta hafa brugðist sér og þjóð sinni á örlagatímum. ef til vill var það ein ástæða þess að hún virðist hafa haft skjöl ungmennaeftirlits lögreglunnar á brott með sér, þegar hún hætti störfum 1945. ekki er vitað um tilefni þess að hún skrifaði Ólafi Lárussyni, mikilsvirtum lagaprófessor, þetta langa og innilega bréf. Að styrjöld lokinni 1945 var Ólafur, þá rektor Háskóla Íslands, í hópi kunnra menntamanna sem beittu sér gegn beiðni Bandaríkja - stjórnar um herstöðvar í landinu til langs tíma. Þá tók hann þátt í svonefndri landvarnarhreyfingu (síðar nefnd þjóðvarnarhreyfing), sem barðist gegn því að veita Bandaríkjamönnum aðstöðu á keflavíkurflugvelli 1946 af ótta við að þeir mundu ógna þjóðerni og menningu Íslendinga. Jóhanna leit eflaust á Ólaf sem samherja sinn í þjóðvarnarmálum 1944 öndvert við dómsmálaráðherrann, einar Arnórsson, fyrrverandi samkennara Ólafs í Háskólan um, sem sagði henni að lokum upp störfum hjá lögreglunni. (Ólafur Lárusson, „Landvörn æskunnar“, Vér mótmælum allir I:2 (16. apríl 1946), bls. 2; „Rektor Háskóla Íslands“, Þjóðvörn I:2 (4. október 1946), bls. 3.) Saga haust 2013 NOTA_Saga haust 2004 - NOTA 23.6.2020 15:04 Page 95
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217
Page 218
Page 219
Page 220
Page 221
Page 222
Page 223
Page 224
Page 225
Page 226
Page 227
Page 228

x

Saga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Saga
https://timarit.is/publication/775

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.