Saga - 2016, Side 59
Sú saga tveggja persóna sem hér verður rakin hefur ekki það
eina markmið að varpa ljósi á sögu skipulagðrar stjórnmálahreyf-
ingar eða sögu hinna stærstu drátta. Frásagnirnar varpa nefnilega
einnig ljósi á hið liðna með einsögulegum hætti, á einstaklingana
sjálfa og nærumhverfi þeirra.3 Þar með hefur verið varpað fram
þeirri sígildu spurningu hvaða fólk sé þess verðugt að um það sé
fjallað.4 Vissulega má halda því fram að hver og ein manneskja eigi
í krafti sinnar eigin persónu fullt erindi inn á vettvang hinnar rituðu
sögu og að meint áhrif viðkomandi á stórsögulega drætti eigi ekki
að ráða því hvort og hvernig um hana sé fjallað.
Í þessari grein verður farið bil beggja. Valið á einstaklingunum
tveimur má rökstyðja með vísun til þess að allir einstaklingar eigi
erindi á spjöld sögunnar en að í þessari greiningu verði framganga
fólksins tengd við áfanga sem þegar hafa verið markaðir í skrifum
annarra fræðimanna. Allnokkur hluti umræðunnar um kommún-
isma frá lokum kalda stríðsins hefur til dæmis hverfst um spurn-
inguna hvort og þá að hve miklu leyti íslensku hreyfingunni hafi
verið stýrt frá Moskvu.5 Hér verður aðeins óbeint komið inn á þetta
atriði. Þessi grein er fremur framlag í anda þeirrar nálgunar „að setja
lífshlaup þeirra og skoðanir í samhengi við samtíma þeirra til að
finna skýringar á aðdráttarafli sósíalismans …“, svo vitnað sé til
orða Rósu Magnúsdóttur sagnfræðings.6 Hér verður kannað hvaða
sýn heimildirnar veiti á starfshætti kommúnista og samskiptahætti
hjónaband í flokksböndum 57
3 Sigurður Gylfi Magnússon, „Félagssagan fyrr og nú“, Einsagan — ólíkar leiðir.
Átta ritgerðir og eitt myndlistarverk. Ritstj. erla Hulda Halldórsdóttir og Sigurður
Gylfi Magnússon (Reykjavík: Háskólaútgáfan 1998), bls. 17–50.
4 Sjá t.d. umræðu um þetta atriði í: Sigrún Pálsdóttir, „Hreyfimynd með hljóði frá
19. öld eftir Þóru Pétursdóttur“, Saga L:2 (2012), bls. 113–128; erla Hulda Hall -
dórsdóttir, „Táknmynd eða einstaklingur? kynjað sjónarhorn sögunnar og ævi
Sigríðar Pálsdóttur“, Skírnir 187 (vor 2013), bls. 80–113.
5 Af nýlegum bókum mætti nefna: Arnór Hannibalsson, Moskvulínan. Kommún -
istaflokkur Íslands og Komintern. Halldór Laxness og Sovétríkin (Reykjavík: Nýja
bókafélagið 1999); Hannes Hólmsteinn Gissurarson, Íslenskir kommúnistar 1918–
1998 (Reykjavík: Almenna bókafélagið 2011); Jón Ólafsson, Kæru félagar. Íslenskir
sósíalistar og Sovétríkin 1920–1960 (Reykjavík: Mál og menning 1999); Snorri G.
Bergsson, Roðinn í austri. Alþýðuflokkurinn, Komintern og kommúnistahreyfingin á
Íslandi 1919–1924 (Reykjavík: Ugla 2011); Þór Whitehead, Sovét-Ísland, óskalandið.
Aðdragandi byltingar sem aldrei varð, 1921–1946 (Reykjavík: Ugla 2010).
6 Rósa Magnúsdóttir, „Þóra, kristinn og kommúnisminn. Hugleiðingar um ævi-
sögu í smíðum“, Skírnir 187 (vor 2013), bls. 116–140, hér bls. 137.
Saga vor 2016.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 17.5.2019 10:09 Page 57