Saga - 2016, Blaðsíða 103
únista á Ísafirði, þá taldi hann að hreyfingin hefði veikst við það er
„oddvitar“ hennar, Ingólfur og Ingibjörg, fluttu frá Ísafirði vorið
1934.184 Sömu áherslur á samfellu birtast hjá Ingólfi sjálfum, til
dæmis þegar hann rifjaði upp liðna tíma með Haraldi Jóhannssyni
árið 1973: „Ég var meðlimur í kommúnistaflokknum og síðan í
Sósíalistaflokknum … . Og enn er ég í félagsskap okkar.“185 Pólitísk
sannfæring hans kom þó ekki í veg fyrir að hann starfaði hjá einum
þekktasta síldarspekúlant landsins, Óskari Halldórssyni, á árum
síðari heimsstyrjaldar.
Niðurstöður
Greining á pólitískri þátttöku hjónanna Ingibjargar Steinsdóttur og
Ingólfs Jónssonar sýnir söguleg átök innan hreyfinga kommúnista á
árunum milli stríða í persónulegu ljósi. Greinilegt er að bæði vildu
þau sjá þjóðfélag verða til þar sem vinnandi fólk nyti meiri réttinda,
þjóðlegrar og alþjóðlegrar menningar, víðtækrar menntunar og betri
kjara — og væri ekki flækt í viðjar áfengisneyslu eða viðlíka freist-
inga. Þessar væntingar þeirra gerðu það að verkum að þau gengu
kommúnismanum á hönd. Hvorugt þeirra var þó tilbúið til að fylgja
tilskipunum frá fjarlægum stöðum, kannski vegna þess að viðhorf
þeirra til skipanar samfélagsins voru sprottin af lífsreynslu þeirra
sjálfra en ekki úr jarðvegi formlegrar þjálfunar í kommúnískum
fræðum. Þau vildu með öðrum orðum fara sínar eigin leiðir og voru
því stundum skilgreind sem tækifærissinnar, einkum þó Ingólfur.
Það gekk svo langt að hann var rekinn úr kommúnistaflokknum
árið 1932. Stuðningur Ísafjarðardeildar flokksins við hann var á hinn
bóginn nokkuð eindreginn í þessum átökum sem sýnir að einstakar
deildir gátu staðið upp í hárinu á miðstjórninni í Reykjavík.
Hjónaband Ingólfs og Ingibjargar hvíldi að vissu leyti á hugsjón-
um þeirra því að saman voru þau þátttakendur í ýmsum félagasam-
tökum eða verkefnum, svo sem Alþjóðasamhjálp verkamanna og
söfnun fjár til kaupa á dráttarvél handa sovésku samyrkjubúi árið
hjónaband í flokksböndum 101
184 einar Olgeirsson, Kraftaverk einnar kynslóðar. Jón Guðnason skráði (Reykjavík:
Mál og menning 1983), bls. 196.
185 Haraldur Jóhannsson, „Nyrðra, syðra, vestra. Viðtal við Ingólf Jónsson hrl.“,
bls. 197. Félagaskrá Sósíalistaflokksins, sem Skafti Ingimarsson hefur sett
saman fyrir doktorsritgerð sína í sagnfræði er hann vinnur að við Háskóla
Íslands, sýnir að hann var þar á skrá sem félagi.
Saga vor 2016.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 17.5.2019 10:09 Page 101