Saga


Saga - 2016, Side 192

Saga - 2016, Side 192
Nielsen og Sigurðar Péturssonar, á samskiptum Dana og Íslendinga á 20. öld og þó einkum á áhrifum danskra innflytjenda á íslenska menningu og sam- félag á tímabilinu frá aldamótunum 1900 og til 1970. Megnið af þeirri rann- sóknarvinnu sem liggur að baki bókinni grundvallast á doktorsverkefni Írisar ellenberger, Danskir innflytjendur á Íslandi 1900–1970. Félagsleg staða, samþætting og þverþjóðleiki, og rannsókn sem Christina Folke Ax vann í rann- sóknarstöðu við Þjóðminjasafnið (Nationalmuseet) í kaup manna höfn. Bókin skiptist í níu meginkafla en þar fyrir utan skrifar Vigdís Finn - bogadóttir fallegan formála þar sem hún fjallar um lúmsk áhrif danskrar menningar á Íslandi og hvernig dönsk alþýðumenning var eins og gluggi íslenskrar alþýðu og bændastéttar út í hinn stóra heim. Þá skrifar Jørn Lund stuttan formála og ritstjórar bókarinnar gera grein fyrir forsendum og markmiði hennar í greinargóðum inngangi. Í fyrsta meginkafla fjallar Íris ellenberger um Dani á Íslandi á fyrri hluta tuttugustu aldar og gerir grein fyrir þeirri flóknu stöðu sem Danir á Íslandi voru í þegar sjálfstæðisbaráttan stóð sem hæst. Margir þeirra, sem alla jafna voru skilgreindir sem Danir og litu á sjálfa sig sem slíka, voru fæddir á Íslandi og voru jafnvel annarrar eða þriðju kynslóðar innflytjendur hér á landi. enda þótt bernskuheimur þeirra og skólaganga hafi ef til vill mótast fyrst og fremst af íslenskum aðstæðum og samfélagi var sjálfsmynd þeirra dönsk og aldrei var litið á þá sem annað en Dani á Íslandi. Íris notar í þessu sambandi hugtakið transnationalisme til að skilgreina heim innflytjenda sem tilheyra tveimur landfræðilega aðskildum samfélögum samtímis. Þeir tilheyra ekki öðru þeirra heldur báðum og mótar það bæði stöðu þeirra og sjálfsmynd. Íris fléttar á mjög skemmtilegan hátt staðreyndum og tölulegum upplýsingum um stöðu danskra innflytjenda á fyrri hluta 20. aldar inn í frá- sagnir af einstaklingum og áhrifum þeirra á íslenskt samfélag. Þar má nefna ljósmyndarann Önnu Schiøth, athafnamennina Ditlev Thomsen og Thor Jensen, konfektgerðarkonurnar Irmu og Cörlu Olsen og hjúkrunarkonuna Harriet kjær. Íris gerir góða grein fyrir áhrifum einstaklinga af dönskum uppruna á íslenskt samfélag og tengir umfjöllun sína einnig við stétta um - ræðu og sjálfstæðisbaráttu og það hvernig fólk af dönskum uppruna var í auknum mæli skilgreint sem aðkomufólk í takt við aukna sjálfstæðis bar áttu Íslendinga. Grein Írisar gefur tóninn fyrir það sem kemur á eftir og Christine Folke Ax tekur upp þráðinn þegar hún skoðar staðalmyndir og fordóma gegn Dönum á Íslandi í mjög áhugaverðri grein sem fjallar um ólíka söguvitund og söguritun Íslendinga og Dana um samskipti og samband þjóðanna. Christine Folke Ax byggir umfjöllun sína að hluta til á viðtölum sem hún og Íris ellenberger tóku við 39 Dani sem fluttu til Íslands um og eftir miðja 20. öld. Hún lýsir því meðal annars hvernig Danir á Íslandi hafa þurft að berjast við skilgreiningar og staðalmyndir og að leið þeirra inn í íslenskt samfélag ritfregnir190 Saga vor 2016.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 17.5.2019 10:09 Page 190
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196

x

Saga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Saga
https://timarit.is/publication/775

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.