Saga - 2017, Qupperneq 13
þess að koma erfingjum Hinriks VIII til valda. Þeirra á meðal var
dóttir hans og katrínar, María I, sem var, ólíkt Játvarði hálf bróður
sínum, heittrúaður kaþólikki rétt eins og móðir hennar var alla tíð.
Þegar Játvarður VI lést árið 1553 — aðeins sex árum eftir lát Hinriks
— komst einmitt María I sjálf til valda. Hún varð seinna þekkt undir
heitinu Blóð-María, „Bloody Mary“, vegna þess að hún lét brenna
fjölda fólks, sem aðhylltist mótmælendatrú, á báli. Það merkilega er
að hún notaði í embætti sínu sama skjaldarmerki og foreldrar
hennar — túdorrósina og granateplið. Það kann því að vera að hún
hafi látið steypa bjölluna í minningu foreldra sinna, nokkrum árum
eftir lát þeirra.
Róstur siðaskiptanna höfðu ekki síður áhrif á klaustrið að Helga -
felli en aðrar kaþólskar stofnanir í Evrópu. klausturhald hófst þar
árið 1184 og stóð samfleytt til ársins 1543. Helgafellsklaustri var þá
lokað og eigur þess gerðar upptækar af Danakonungi. Jón Arason
Hólabiskup reyndi síðan, í mótspyrnu sinni gegn siðaskiptunum, að
endurvekja klausturhald að Helgafelli árið 1550 en mistókst. Ef til
vill hafði hann bjölluna meðferðis þang að þar sem kaþólskir kirkju-
gripir höfðu þegar verið fluttir þaðan. Í textanum á bjöllunni kemur
að minnsta kosti fyrir þekkt bæn til Drottins um frið á þeim um -
brotatímum sem þá ríktu. Að öðru leyti er ráðgáta hvenær, hvernig
og hvers vegna bjallan endaði í kirkjunni að Helgafelli, rétt eins og
hver bjöllusmiðinn H G var, fyrir hvern hann steypti hana og hvenær.
Bjallan slapp alltént við eyðileggingu, ólíkt öðrum bjöllum með
skjaldarmerki konungshjónanna Hinriks og katrínar, og hangir nú
í Helgafellskirkju í Helgafellssveit.
Helstu heimildir
Janus Jónsson, klaustrin á Íslandi, Tímarit Hins íslenzka bókmenntafélags 1887, bls.
174–265.
Jackie kaily, „Pomegranate & Rose: Henry VIII and katherine of Aragon“. Vef.
Museum of London, 29. janúar 2015. Sótt 16. apríl af slóðinni http://blog.
museumoflondon.org.uk/pomegranate-rose-henry-viii-katharine-aragon/
David Starkey, Six Wifes: The Queens of Henry VIII (London: Chatto og Windus
2003).
Steinunn kristjánsdóttir, Leitin að klaustrunum. Íslenskt klaustratal (Sögufélag og
Þjóðminjasafn Íslands, væntanleg 2017).
Vilborg Auður Ísleifsdóttir, Byltingin að ofan. Stjórnskipunarsaga 16. aldar (Reykja -
vík: Hið íslenska bókmenntafélag, 2013).
Alison Weir, Henry VIII, king and court (London: Pimlico 2002).
bjallan í helgafellskirkju 11
Saga vor 2017.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 18.5.2017 11:01 Page 11