Strandapósturinn - 01.06.2010, Page 72

Strandapósturinn - 01.06.2010, Page 72
70 Þorgeir Sigurðsson. Munnleg ummæli 20/5. 1978, nokkurn veginn orðrétt: Eftir að senan kom í skólann (1925–27) hljóp mikið líf í leiklistina. Flutt voru árlega í mörg ár 2 stór leikrit á Hólmavík og oft smærri að auki. Einkum eftir að Karl læknir (1922) og Finnur Magnússon (1924) komu. Undraverð félagsstarfsemi á ekki stærri stað. Þetta eru orð að sönnu. Hólmvíkingar og nágrannar sýndu á þessum tíma Skugga-Svein og Ævintýri á gönguför hverjir í kapp við aðra frá 1925 til 1931. Þorgeir tók mér vitanlega ekki þátt í leikhúslífi staðarins sjálfur en var áhugasamur um það eins og flest málefni sinnar heimabyggðar. Þorkell Hjaltason kom allmikið við sögu söngs og leiklistar á Hólmavík 1922–30. Hann er kominn af Söngva-Kela nafna sínum, Þorkeli Ólafssyni (1738–1820), og erfði nafn hans og einnig söng- röddina. Hann sagði mér undan og ofan af sínum afskiptum og ýmsu sem hann mundi af þessum málum og eru upplýsingar frá honum í þessum skrifum oft auðkenndar (Þ.Hj.). Fyrsta hlutverk Þorkels var á Hörpuhátíð. Hann lék þar 14 barna móður, Maddömu Gabel, með tvo óþekktaranga hangandi í pilsunum. Fékk lánaðan kjól hjá Helgu stóru. Það er til glöggvunar um tímann að Karl læknir, sem kom til Hólmavíkur 1922, var þarna eitthvað að vasast í pönnukökum, því að veisla mikil var haldin eftir sýninguna. Þorkell lék einnig í Spansk- flugunni um þetta leyti, 1923–24. Þá lék hann skemmtilegt hlutverk í ansi góðu stykki sem hét Hann drekkur. Skömmu áður hafði Hallsteinn og Dóra, eftir Einar H. Kvaran, verið sýnt. Haraldur Guðjónsson og Þorkell léku í því. Þar átti Haraldur að reika um stórgrýti annars heims, hrasa þar og falla. Var grjótið svo útbúið að ullarslattar voru settir í dökka poka. Illa gekk Haraldi að detta um grjót þetta og flugu „stórbjörgin“ til og frá af tám hans um sviðið en Haraldi skrikaði ekki fótur! Helstu hlutverk Þorkels voru hins vegar Haraldur í Skugga- Sveini 1925 og annar stúdentinn í Ævintýri á gönguför 1929. Til er mynd af leikendunum. Jens Aðalsteinsson (Skrifta-Hans) og Loftur Bjarnason (Pétur) neituðu þó að vera með á myndinni, báru við illum klæðum! Ég veit ekki betur en Umf. Geislinn eldri í Staðarsveitinni hafi staðið fyrir flestum þessum sýningum en get þó ekki fullyrt neitt um það.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Strandapósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.