Strandapósturinn - 01.06.2010, Síða 123
121
Til þess voru viðtölin við Eymund tekin og um þau skrifað, að
dómur sögunnar fengist um hann og þessa menn.
Heimildir
1) Ólafur Grímur Björnsson. Minningar úr menntaskóla og meira en það.
Strandapósturinn. Ársrit, 40. árg., bls. 37–80, 2008. – Ólafur Grímur Björnsson.
Strandamaður í Moskvu. Strandapósturinn. Ársrit, 41. árg., bls. 104–44, 2009.
2) Eymundur Magnússon. Atvinnuleysi. Skólablaðið. Útgefendur: Nemendur
Menntaskólans í Reykjavík, 9. árg., 3. tbl., bls. 5, marz 1934. – Þjóðskjalasafn
Íslands. Skjalasafn Bessastaðaskóla og Menntaskólans í Reykjavík. Kennarafundabók
birjuð 30. Maí 1896–28. Mars 1942. Kennarafundur 7. Marz 1934.
3) Ólafur Grímur Björnsson. Minningar úr menntaskóla og meira en það.
Strandapósturinn. Ársrit, 40. árg., bls. 73, 2008.
4) Í stúdentsprófsskírteini MR frá vorinu 1929 stendur þessi almenni vitnisburður
um stúdent, eftir að einkunnir hafa verið taldar upp: „… að hann hafi náð þeirri
almennri menntun og þeim sálarþroska, sem nauðsynlegur er til þess að geta
notið tilsagnar í æðri skólum.“ (Einkaskjalasafn). – Í stúdentsprófsskírteini
Arnljóts Ólafssonar frá 1851 stendur: „… að hann hafi feingið þá almenna mentun
og þann andlegan þroska, sem krefst til þess að hafa gagn af háskólakennslu.“
(Heimir Þorleifsson. Saga Reykjavíkurskóla II. Skólalífið í Lærða skólanum. Rvk.
1978.)
Athugasemdir
Í grein í Strandapóstinum 2008 (40. árg., bls. 37–80) er birt
stílverkefni á stúdentsprófi í dönsku frá árinu 1929; textann
áttu nemendur að þýða úr íslenzku á dönsku (þennan stíltexta
er einnig að finna í grein í Árbók Þingeyinga 2002, 45. árg., bls.
109–12). Þessi texti er tekinn með nokkrum breytingum úr
grein Árna Pálssonar, Menntamál Sovjet-Rússlands, sem birtist í
Skírni 1928 (102. árg., bls. 186–209). Mun þar byggt á riti Leons
Trotskis, Über Lenin (1924).
Í áðurnefndri grein í Strandapóstinum er minnzt á, að
Hallgrímur Hallgrímsson hafi skömmu eftir að hann kom frá
Sovétríkjunum, birt frásögn í Rauða fánanum af heimsókn sinni
til Petrosavodsk í Sovét-Karelíu, og þar hafi hann verið viðstaddur
æfingar Rauða hersins. Svo er að sjá sem hann hafi einnig um
þetta leyti skrifað stutta grein um kjör iðnnema í Moskvu í
blaðinu Iðnnemanum (Iðnneminn. Gefið út af nokkrum nemendum
skólans; 5. tbl., bls. 8, 1933). Greinin er merkt með bókstafnum
H. eins og greinin í Rauða fánanum, og ritstíll beggja greinanna
er líkur. En höfundur Iðnnemagreinarinnar segist að vísu hafa