Strandapósturinn - 01.06.2011, Side 66

Strandapósturinn - 01.06.2011, Side 66
64 Þá voru engin ráð fyrir ekkjuna að halda áfram án stuðnings með börnin ung og smá. Tryggingar voru óþekkt fyrirbrigði. Það varð því úr að fjölskyldan tvístraðist og Anna, sem var elst, lenti hjá vandalausum og var látin vinna fyrir mat sínum eins og þá tíðkaðist – nokkur vinnuharka var á bæ þeim – og galt hún þess eins og oft vildi verða við slíkar aðstæður. Svo er það einu sinni að vori, er hún var í hjásetunni – og kom heim þreytt og svöng með kindurnar, að það vantaði í hópinn nokkrar ær. Þá var engin miskunn sýnd – og hún var strax rekin til baka til að leita þeirra án þess að fá nokkuð að borða eða að hvíla sig – og þá fann hún sárt til þess hvað það var að vera hjá vandalausum og vanta hlýju og skilning. Hún fór þreytt til baka – og blaut og svöng – og reikaði í áttina að þeim stað þar sem hún venjulega gætti kindanna. Hún var lúin og sár – og lagði sig á lækjarbakka þar hjá – og grét örlög sín – og bæn frá brjósti hennar steig upp til hæða – hún hefur sjálfsagt sofnað þarna á lækjarbakkanum við svæfandi lækj- arniðinn. Ekki hafði hún lengi blundað er hún heyrði kindajarm rétt við hliðina á sér. Stóðu þá ekki hjá henni kindurnar allar sem vantaði í hópinn. Hún varð auðvitað glöð við og gerði sér grein fyrir því að hún hafði verið bænheyrð – og hélt glöð heim með kindurnar og varð auðvitað hvíldinni fegin. Hún vissi vel að Guð heyrir bænir og lítur til þeirra sem eiga erfitt og upp frá því og ávallt treysti hún á handleiðslu hans, sem alla leiðir og styður – hún var trúuð kona – og vissi, að það er yfir okkur vakað, og ég er ekki frá því, að þessi trúarafstaða hennar og viðhorf hafi síast inn í mína ungu sál. Hún vissi, að það er vakað yfir okkur – við erum aldrei ein – Guð er hjá okkur – þó við vitum oft ekki af því. Þannig prédikaði hún amma mín á svo hljóðan og yfirlætislausan hátt – hún vissi vel hvað hún söng – hún hafði oftar en í þetta skiptið verið bænheyrð. Að ganga á rekann Í Skjaldarvík var jafnan mikill viðarreki – og ýmislegt unnið úr viðnum, byggð hús og unnið í girðingastaura. Þegar ég var þarna var ekki komin sú tækni sem nú er og við vinnslu girðingastaura til dæmis varð að kljúfa viðinn og gera úr honum staura eins og hægt var. Varð þá að sjá út hvernig í viðnum lá til þess að fá sem
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172

x

Strandapósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.