Strandapósturinn - 01.06.2011, Page 81

Strandapósturinn - 01.06.2011, Page 81
79 geislum miðnætursólarinnar – og ef þú réttir hönd þína út yfir borðstokkinn, því báturinn var orðinn nokkuð hlaðinn, þá var eins og sjórinn væri kvikur og á hreyfingu, því rauðátan smaug um fingur þér og auðséð var að nóg var um átu í sjónum. Já, þetta var fallegt kvöld og minningin sterk um þessa fyrstu sjóferð mína til veiða. En auðvitað hafði ég oft farið með bátum og skipum á milli staða og því ekki óvanur ferðum á sjó – auk þess sem ég var vanur því á mínum æskuárum að standa á bryggjunni í Hnífsdal og veiða marhnúta, kola, ufsa og þyrsklinga, svo veiði- náttúran var löngu vakin, en að stunda handfæraveiðar úti á rúmsjó í slíkri kvöldfegurð og fagurri náttúruumgjörð var nýnæmi sem ekki gleymist. En það var farið til veiða í Skjaldarvík á fleiri sviðum. Silungs- veiði var talsverð í Norðdalsá og stundum var farið þangað með net og dregið á og fékkst þá hinn vænsti silungur. Það var ekki verið að dorga þar með veiðistöng, nei, það var dregið á og tekið það sem hægt var að ná við dráttinn. Einnig var farið – að mig minnir – oftar en einu sinni inn í Bjarnarfjörð og dregið á í Bjarn- arfjarðará og fékkst þar góð veiði. Og talandi um Bjarnarfjörð þá varð ég einu sinni vitni að því, er hvalavaða mikil gekk þar á land í fjarðarbotninum – fjöldi smá- hvela, sem mönnum var akkur í að veiða og njóta afurðanna. Þá var ekki verið að stugga dýrunum frá eins og nú er gert svo víða við slíkar aðstæður – nei, menn báru sig eftir björginni þegar hún gafst. Og einhvern veginn hefur fiskisagan flogið, því Bjarnarfjörður er á milli Skjaldabjarnarvíkur og Dranga og langt á milli bæja. En þetta var mikil atganga og margur hvalurinn endaði þar ævi sína og menn skáru kjöt og rengi sem mest þeir máttu og fluttu heim á trillum sínum og bátum – og jafnvel landveg, sem þó var býsna langur til bæjanna í kring. Þetta minnir á það, þegar sagt er frá grindhvalaveiðum í Fær- eyjum og viðureign þeirra við slíkar aðstæður. En það var mikið um hvalkjöt á borðum næstu daga og vikur og mikið soðið af rengi til súrsunar fyrir veturinn. En talandi um Bjarnarfjörð – þá er mér aftur hugsað til hey- skapar í Skaufaseli – og fyrir handan fjörðinn, Dranga megin, er svo Meyjarsel. Og vafalaust hefur verið haft í seli á báðum seljum.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172

x

Strandapósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.