Strandapósturinn - 01.06.2011, Page 83
81
Ég verð að segja það að ég og félagi minn urðum verulega
hræddir – og ég var næstum viss um, að við mundum allir farast
þarna. En þetta tókst betur en á horfðist – og ég er viss um að sá
sem við stýrið stóð vissi vel hvað hann var að gera við þessar að-
stæður. Og yfir komumst við alla leið. Og fegnir urðum við að
hafa aftur fast land undir fótum. Ég man ekkert lengur um heim-
ferðina, en þess má geta í leiðinni, að félagi minn, Jón, fórst löngu
síðar af bát í Ísafjarðardjúpi, en þá var fjölskylda hans flutt að
Garðsstöðum við Djúp.
Fram undan Bjarnarfirði, Dranga megin, er stór og mikil varp-
eyja – með miklu æðarvarpi. Þangað fórum við oft í boði Dranga-
fólks, til að leita eyjuna og safna dún og eggjum. Var það ætíð
tilhlökkunarefni að fara í eyjuna og fá að taka þátt í eyjalífinu.
Á Dröngum bjuggu þá frændi minn, Eiríkur Guðmundsson, og
kona hans, Ragnheiður Pétursdóttir, ásamt börnum sínum. Var
það gott samfélag með þeim að vera – og ávallt fórum við heim í
Skjaldarvík með mikið af æðareggjum, sem voru þá á borðum
næstu dagana, góður matur – og einnig búin til eggjasúpa og
eggjapönnukökur og fleira góðgæti.
Við fjöruna við Norðdalsá þar sem ullin var þvegin og þurrkuð.
Ljósm.: Ingiberg J. Hannesson 1999