Strandapósturinn - 01.06.2011, Side 91

Strandapósturinn - 01.06.2011, Side 91
89 Og heyrt hefi ég sagt að amma hafi einhvern tíma sagt þegar ég var eitthvað að dútla einn úti við og senda átti mig einhverra er- inda: „Verið ekki að trufla hann Inga minn, hann er að tala við blómin.“ Ég gat verið einn og notið mín og var ég þá að spá í ým- islegt með sjálfum mér, því margt var að athuga, en ég naut mín ekki síður við annasöm og margháttuð sveitastörf í fagurri og stór- fenglegri náttúru Strandanna. Að því hef ég búið alla tíð. „Pílagrímsferð“ til Skjaldabjarnarvíkur 1999 Hin síðari ár hafði oft hvarflað að mér að komast aftur norður í Skjaldabjarnarvík – til að sjá æskustöðvarnar á ný og finna til þeirrar ánægju að líta aftur mínar kæru Strandabyggðir. Þessi ósk mín rættist árið 1999 – og voru þá 53 ár liðin síðan ég kom þar síðast. Ég hafði fengið Braga son minn til að koma með mér og lögð- um við upp í þessa ferð 28. júlí. Við höfðum samið við Guðmund Jónsson, frænda á Munaðarnesi – að flytja okkur á bát sínum frá Norðurfirði til Skjaldabjarnarvíkur. Þegar ég hringdi í Guðmund kvöldið áður leit ekki vel út með veðrið, hann var rokhvass og tæpast sjóveður. Við lögðum þó af stað morguninn eftir og ókum sem leið lá frá Hvoli í Dölum að Munaðarnesi og vorum komnir þangað undir kvöld. Ekki leist okkur á veðrið og Guðmundur hafði efasemdir um að fært yrði að morgni til Skjaldarvíkur eins og veðrið var þá. Við vorum þó vongóðir um að það lagaðist – og til að treysta okk- ur í þeirri trú hétum við á Hallvarð Hallsson að dytta að leiði hans í túninu í Skjaldabjarnarvík. Við vissum að hann hafði áður reynst góður til áheita fyrir slíkar ferðir og vorum sannfærðir um að úr mundi rætast. Við gistum svo á Munaðarnesi um nóttina – þá um kvöldið var enn þá hvasst og nokkur sjór. En hvað skeður – um morguninn er veðrið að mestu leyti gengið niður og orðið skaplegt – þó taldi Guðmundur vissara að fara með löndum og sigla grynnri leiðina. Og í batnandi veðri lögðum við af stað og fengum góðan byr alla leiðina, Guðmundur var öllum hnútum kunnugur og allt gekk að óskum, enda hann vanur skipstjóri og báturinn hans hið besta fley.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172

x

Strandapósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.