Strandapósturinn - 01.06.2011, Side 103

Strandapósturinn - 01.06.2011, Side 103
101 inkona og sjö ung börn voru þurrkuð út úr lífi hans, bújörðin með allri áhöfn afmáð eins og loftsýn og Breiðafjörður, augna- yndið og matarkistan, ekki framar hluti af lífi hans. Þegar hér var komið sögu var Sigríður komin inn að Hvammi í Dölum til móður sinnar, Ragnhildar, fyrrum húsfreyju á Fróðá, sem var orðin ekkja og gift aftur séra Gísla Guðbrandssyni sem þar var prestur frá 1584–1620. Þegar sýslumaður frétti að guðs- maðurinn væri svo forhertur að skjóta skjólshúsi yfir sakakonu, sendi hann honum orðsendingu þar sem honum var fyrirboðið með öllu að hafa hana á bænum. Henni var þá komið fyrir á næsta bæ, Leysingjastöðum, og lét móðir hennar færa henni mat. Það- an hvarf hún um kvöldtíma og var hennar ekki leitað því auðsætt þótti að Jón Oddsson hefði komið og haft hana á brott með sér. Ekki er ólíklegt að Ragnhildur í Hvammi hafi vitað hvað til stóð og útbúið þau með nesti svo lítið bar á. Varla hefur hún verið áhyggjulaus um þessar mundir, þar sem báðar konurnar í lífi Jóns Oddssonar voru dætur hennar. Sigríður, sem aftur var barnshaf- andi, átti nú fárra kosta völ svo móðirin hefur ekki látið sinn hlut eftir liggja ef verða mætti henni að liði. Þau lögðu nú land undir fót og áfangastaðurinn var Fell í Kollafirði, æskustöðvar Jóns. Seinfarin og lýjandi ganga má það hafa verið ófrískri konu á sauðskinnsskóm, vestur yfir Svínadal og Saurbæ, inn með Gilsfirði, fram Brekkudal og loks norður Steina- dalsheiði. Allra veðra von gat verið á þessari leið, því þetta mun hafa verið síðla hausts. En norður komust þau og hefði Jón vafa- laust kosið að sýna Sigríði æskuslóðirnar undir öðrum kringum- stæðum og leiða hana í veglegri húsakynni en klettaskúta í fjalls- hlíð. Að vísu veit ég ekki, hversu húsakynni manna á þessum tímum hafa borið mikið af hellum, en ætla má að Jón hafi vanist því skársta sem gerðist. Á Felli hafa þau átt vinum að mæta því þar bjó Guðmundur hálfbróðir Jóns og ef til vill líka Sigríður systir hans, en ekki var talið ráðlegt að þau settust þar að og bjuggu þau um sig í litlum helli uppi í hlíðinni. Er hellir þessi í litlu árgili hjá Svartfossi og er hellismunninn bak við fossinn. Mat hafa þau vafa- laust fengið heiman frá bænum, en þrátt fyrir það hlýtur vistin að hafa verið æði nöturleg þar. Þarna munu þau hafa dvalist þar til snjóa fór að leysa um vorið og götur að greiðast til ferðalaga. Jón mun þegar er hann fór að heiman hafa verið ákveðinn í að reyna
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172

x

Strandapósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.