Strandapósturinn - 01.06.2011, Page 112
110
Fimm vitni úr Ófeigsfirði voru yfirheyrð 15. og 16. apríl um
það, hversu oft þjófarnir Abraham og Eyvindur hefðu komið
þangað, og hvenær þeir hefðu setzt að í Drangavíkurfjalli. Hið
fyrsta taldi þá hafa setzt þar að, um það leyti sem vitnið flutti Höllu
ólétta norður í Skjaldabjarnarvík, um þrettánda dag jóla eða að
honum liðnum. Fjórum sinnum hefðu þeir komið í Ófeigsfjörð
og Eyvindi verið gefnar 10 merkur mjólkur, sem beðið hefði verið
um handa barni hans. Hin vitnin báru hið sama og tvö höfðu
eftir Abraham, að barn Eyvindar lifði, dafnaði og héti Bjarni.
Þá skal haldið aftur vestur í Ísafjarðarsýslu. Sigurður Sigurðs-
son „skuggi“ skrifaði amtmanni 21. marz 1763 og spurðist fyrir
um, hvernig fara skyldi með illræðismennina Abraham Sveinsson
og Eyvind Jónsson og konu hans, sem haldið hefðu sig á Strönd-
um í Strandasýslu yfirstandandi vetur, og hann meinti, að ei hafi
umtalað verið af Halldóri Jakobssyni sýslumanni.
Eftir hverjum illskumönnum eg hefi sent sjö menn til að
præcavera skaða allra, ef nást.
Ólafur Briem gizkaði á, að Eyvindur og Halla hefðu náðst í
Bjarnarfirði. Hins vegar segir Grímsstaðaannáll um töku Eyvindar
og Abrahams:
Þjófar tveir teknir á Dröngum í Trékyllisvík, Eyvindur og Abra-
ham að nafni, höfðu stolið víða um landið, höfðu yfir gengið
líkast stigamönnum. Það var skömmu eftir páskana.
Víst er um það, að Abraham, Eyvindur og Halla voru tekin
norðan Dranga 13. apríl og flutt þaðan til Sigurðar „skugga“,
sýslumanns í Ísafjarðarsýslu, eftir bón hans, því að Eyvindur var
með konu sinni þaðan hlaupinn eins og segir í bréfi Halldórs Jak-
obssonar til amtmanns 25. apríl 1763.
Magnús Gíslason amtmaður svaraði Sigurði „skugga“ 27. apríl
og sagði menn halda þjófana Abraham og Eyvind vera úr því
„complot“, sem byggt hefði sér vistarverur á eyðifjöllunum milli
Suður- og Norðurlands síðastliðið sumar, stolið fé og slátrað til
vetrarforða. Fylgdi með skýrsla Brynjólfs Sigurðssonar, sýslu-
manns í Árnesssýslu, árið 1762. En amtmaður hafði síðan fengið
þær lausafréttir, að hyskið hefði haldið sig á norðurhluta eyði-
fjallanna.