Strandapósturinn - 01.06.2011, Síða 131
129
Vitnisburður Gríms á Dröngum upplesinn, innfærist sub [=
undir] litt(era) F. Og svo sem ekkert í þessu máli víðara framkem-
ur, er þessi sök til dóms upptekin, hvör eð féll svohljóðandi:
Svo vel fríviljug og samstemmandi meðkenning delinkvent-
anna Eyvindar Jónssonar og Höllu Jónsdóttur gjörð fyrir rétti
þann 7. Maij næstliðna, þá þau hvort fyrir sig með stærstu athuga-
semi rannsökuð voru, sem og vitni bóndans á Dröngum Gríms
Alexíisonar og annarra í processinum umgetinna vitna samanbor-
in við delinkventanna meðkenning og það besigtelsi, sem yfir
þann andvana barnslíkama gjört var að Árnesi þann 11. Aprilis
næstliðna, auglýsa að sönnu dárlegt uppátæki nefndra persóna í
því að leggja saman við stórþjófinn Abraham Sveinsson að því
óaðgættu, að þeim með börnum sínum og öðru nýklöktu í eyði-
plássi á vetur var ómögulegt sér að uppihalda eður nauðsynlig
meðöl til móðurinnar og fóstursins conservation [= varðveizlu]
skaffa, jafnvel þó ráða sé af þeirra meðkenning og líkindum, að
Halla til slíkra óyndisúrræða gripið hefur meir vegna báginda og
fávizku en af illum ásetningi. Að sönnu hefur útfallið að líkindum
byrjaninni svarað, svo fóstrið er dautt eftir þeirra meðferð fundið.
Þó bendir svo vel þeirra samstemmandi meðkenning sem líkindi
þau, að engir áverkar á barnsins líkama sáust, sem besigtelsið sýn-
ir, mönnum til að þenkja (ásamt þeim rímiligheitum [= líkind-
um], að fóstrið hafi líflítið verið eftir að móðirin svoddan bágindi
útstaðið hafði) að þessir foreldrar, Eyvindur og Halla, muni ei
með upplögðu ráði og vilja, ekki heldur með umflýjanlegri for-
sómun í því þeirra þáverandi tilstandi, í síns barns dauða sek vera,
einkum þar þau og svo barninu nóga mjólk til næringar veitt
gátu.
Hvörs vegna hjónin, Eyvindur Jónsson og Halla kona hans, af
þessum rétti ekki kunna að ansjást fyrir þær persónur, sem af for-
sómun, hirðuleysi, ásetningi eður illvilja í síns barns lífi sekar séu,
þar bæði hefur barninu með næringu lífs verið leitað sem annarri
meðferð. Og sá fávísi faðir hefur án efa í góðri meiningu sér fyrir
hendur tekið með þá h(eilögu) skírn yfir því handtera [= fara
með] svo sem þau bæði lýst hafa.
Engu að síður hafa þessar persónur, Eyvindur og Halla, sig
stórliga forséð í að leggja saman við stórþjófinn Abraham Sveins-