Strandapósturinn - 01.06.2011, Side 134
132
Upplesið fyrir rétti á Hrófbergi d(ag) 9. Maij 1763.
H. Jakobsson
Litt(era) d.
Eðla og velvísi h(er)r(a) sýslumann.
Respective [= virðulegi] réttur.
Það er öllum svo augljóst orðið, að ekki sýnist nauðsyn fremur
að útmála, hvörsu sakapersónurnar Eyvindur Jónsson og Halla
kona hans berliga mót N(orsku) l(aga) 6. b(ók), 6. cap(itula), 8a
og 10a art(iculi) [=grein], sömu bókar 9. cap., 12. art., it(em) [=
einnig] 17. cap., 4. ar<t>., it(em) art. 40 og 41 etc. sig forséð hafa
og þar fyrir eftir sömu lagagreinum mega sjálfdæmd virðast. Eg
skil ei, hvað Eyvindi og Höllu getur í þessu máli til líknar orðið
eður hvar með því má við bjarga, þar gróf tilfelli og stóryfirsjónir
fylgjast að í flokkatali. Svo mér þykir, sem hvört eitt misferli fyrir
sig muni þeim til fordæmingar duga eftir lögunum. Og svo eg
ekki margyrði um svo grófa sök, sem öllum er í augum uppi, óska
eg og uppástend í kröftugasta máta, að Eyvindur Jónsson og Halla
Jónsdóttir dæmist sér sjálfum til straffs en öðrum til viðvörunar
vægðarlaust eftir áður citeruðum [= tilvitnuðum] lagagreinum,
en protestera [= mótmæli] þar hjá, að nokkur uppsetning í þessu
máli gjörð sé, þar bóndans Gríms Alexíisonar á Dröngum vitnan
sýnist ekki svo nauðsynleg.
Til merkis mitt nafn að Hrófbergi, d(ag) 10. Maij 1763.
Sumarliði Pálsson
Upplesið fyrir rétti á Hrófbergi þann 10. Maij 1763.
H. Jakobsson eh
Litt(era) e.
Göfugi og velvísi h(er)r(a) sýslumann.
Velforstandugir meðdómsmenn.
Það er sannur málsháttur, sem á mörgum rætist, að hörð verða
óyndisúrræðin. Og eru sakaskepnanna Eyvindar Jónssonar og
Höllu konu hans uppáfallin bágindi ein lifandi bevísing þar um.
Ekki er því að neita, að þau með með sínu athæfi stórkostliga
bæði guðs og manna lögmál yfirtroðið hafa, en það sjá allir heil-
vita menn, sem þær réttu framkomnu meðkenningar, líkur og