Strandapósturinn - 01.06.2011, Blaðsíða 140
138
Jónssyni. Stefnan upplesin og uppáskrifuð innfærist sub lit(ra)
C.
Sem constituered [= settur] actor stefni eg undirskrifaður hér
með yður Halldór Jakobsson sýslumann til Broddaness vanalegs
þingstaðar og yðar varnarþings þann næstkomandi 10. dag Sept-
embr. þessa árs 1763 og fyrir þann kóngsins rétt, sem virðuglegur
lögréttumaðurinn m(onsjö)r Jón Jónsson mun þar þá haldandi
verða til að hlýða á löglega vitnan hreppstjórans m(onsjö)r Jóns
Jónssonar á Felli, Hallgríms Egilssonar á Miðhúsum og annarra
erlegra manna, sem eg vona vitna kunni um yðar meðhöndlan og
fangehold á delinkventen Eyvindi Jónssyni frá því fyrsta hann var
yður á næstliðna vori sem fangi færður og til þessa.
Verið komnir árdegis á nefndan þingstað og dag og blífið svo
lengi við réttinn með skikkanlegheitum, sem þurfa þykir og lög
ákveða.
Datum Gröf d(ag) 24. Augusti 1763.
Einar Magnússon
Ofanskrifaða stefnu upplas fyrrverandi sýslumaðurinn s(igno)r
Einar Magnússon á björtum degi fyrir sólsetur fyrir karldyrum á
Felli, heimili sýslumannsins Halldórs Jakobssonar, þann 24. Aug-
usti þessa árs 1763 og copia af þeirri sömu lögð á kistuna í kirkj-
unni eftir hans tilsögn, það vitna undirskrifaðir
Þorsteinn Magnússon Ólafur Bjarnason
búandi á Stóra-Fjarðarhorni búandi á Stóra-Fjarðarhorni
Upplesið fyrir héraðsréttinum, sem haldinn var að Broddanesi
þann 10. Sept. 1763. Test(era)r
Jón Jónsson
Var svo sýslumaðurinn Halldór þrisvar upphrópaður fyrir rétti
og mætir hvörki hann né nokkur hans vegna og enginn framkem-
ur, er framvísi hans forföll, hvar fyrir actor prætenderar [= krefst],
að stefnuvitnin verði löglega afheyrð um stefnunnar auglýsing,
hvör fyrir réttinn kölluð aflögðu svolátandi eið að eiðs útþýðing-
unni fyrir þeim upplesinni:
„Eg Þorsteinn Magnússon, eg Ólafur Bjarnason sver þann eið
og segi það guði almáttugum, að sú stefna til sýslumannsins Hall-