Strandapósturinn - 01.06.2014, Page 24

Strandapósturinn - 01.06.2014, Page 24
22 ferðafélagar ákváðu að fara líka svona snemma og nýta tímann fram að tónleikum til að skoða sig um í tónleikahúsinu eða næsta nágrenni. Þarna hittust kórarnir tveir, þ.e. Kór Átthagafélags Strandamanna og Karlakór Keflavíkur, í fyrsta sinn en síðarnefndi kórinn hafði komið til borgarinnar daginn áður. Kórarnir tóku stutta æfingu hvor í sínu lagi og síðan æfðu þeir saman þau tvö lög sem ákveðið hafði verið að syngja sameiginlega. Þarna var einnig ákveðið að Kór Átthagafélags Strandamanna væri með sína söngskrá fyrir hlé og eftir hlé kæmi Karlakór Keflavíkur með sína söngskrá og í lokin væri samsöngur kóranna. Tónleikarnir hófust kl. 19 og var sungið fyrir fullu húsi tónleikagesta sem tóku söng kóranna með miklum ágætum og greinilegt var hve vel allir nutu stundarinnar. Ekki síðri var ánægja kórfélaga sem „svifu um á bleiku skýi“ í lokin eins og einn ágætur kór félagi komst að orði. Að loknum tónleikum var sameiginlegur hátíðarkvöldverður beggja kóra og annarra ferðafélaga í „hvíta sal“ Arkitekta hallar innar. Höllin er íburðarmikil og mikið skreytt bæði á veggjum og í lofti að ógleymdum stórglæsilegum kristalsljósakrónum sem hanga voldugar yfir hverju tíu manna borði. Að loknum aðalrétti var óvænt uppákoma þegar Pétur Óli bauð gestum nokkuð leyndar- dómsfullur að ganga inn í annan sal í höllinni. Þegar þangað var komið var gestum boðið til sætis framan við nokkuð stórt svið en þar birtist Sellósveit Sankti Pétursborgar, sú sama og hélt tónleika í Hörpu í Reykjavík mán uði áður. Sveitin spilaði nokkur lög og þar á meðal mjög skemmtilega útsetningu eins meðlima selló- sveitarinnar á laginu „Á Sprengisandi“ og enda punkturinn var síðan flutningur þeirra á íslenska þjóð söngnum. Eftir þessa óvæntu og einstaklega vel heppnuðu uppákomu var aftur farið í „hvíta salinn“ og lokið við borðhaldið. Þar með skildi leiðir, Karlakór Keflavíkur var þakkað fyrir sönginn og samveruna og Pétri Óla fyrir gott skipulag ferðarinnar, fararstjórn og ógleyman- lega leiðsögn. Þannig lauk þessum síðasta degi Kórs Átthaga- félags Strandamanna í Sankti Pétursborg. Að morgni fimmtudagsins 13. júní var ekið til Tallinn í Eist- landi þar sem áætlað var að dvelja í einn dag áður en haldið væri heim til Íslands. Ferðin til Tallinn tók sjö tíma og þegar ekið var um sveitir Rússlands í átt að landamærunum versnaði vegurinn sífellt og greinilegt að viðhald hans hafði lengi setið á hakanum.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Strandapósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.